Hraðlygi

Þegar Stefán Ólafsson reiknaði út fyrir vinstri flokkana,  skattbyrði í þjóðfélaginu, þá komst hann að þeirri niðurstöðu að skattar hefðu aldrei verið hærri, þrátt fyrir að skattprósentan hafði verið lækkuð umtalsvert, bæði á fólk og fyrirtæki. Ástæðan fyrir þessu var einföld því talsverður fjöldi fólks og fyrirtækja hafði ekki borgað skatta áður, þegar það lapti dauðan úr skel. Í góðærinu var annað upp á teningnum, velta fjármagns og umsýsla öll í þjóðfélaginu hafði aldrei verið meiri og að sjálfsögðu hagnaðist ríkissjóður á því.

Nú, í harðærinu, ætla vinstriflokkarnir ekki að hækka skatta, þrátt fyrir að þeir ætli að hækka skattprósentuna! Nú er fólk í tugþúsundavís atvinnulaust og borgar litla sem enga skatta og mörg fyrirtæki hafa farið á hausinn og enn fleiri gera varla meira en að skrimta. Og þar sem þetta fólk og þessi fyrirtæki borga enga eða litla skatta í dag, þá verða einhverjir aðrir að gera það. Ég ætla að láta lesendum þessa bloggs eftir að giska á hverjir það munu verða.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er því miður rétt, enn er til fólk og verður líklega eitthvað áfram sem stingur höfðinu í sandinn en sannarlega fer þeim fækkandi,nú tel ég heiðarlegt  fólk vera í stjórn og bjartari tíma framundan þótt fyrst um sinn verði skítalykt meðan verið er að moka út sjálfstæðis-framsóknarflórinn

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var víst góðæri. Kaupmáttur launa hafði aldrei verið hærri og hann var með því besta sem þekkist í veröldinni. En því miður þá var mikill hluti fólks á ótrúlegu neyslufylleríi og skuldsetti sig eins og góðærið og kaupmátturinn yrði eilífur. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og margir eru að bíta úr nálinni með það í dag.

Ofneysla varð almenningi að falli og græðgi fjármálamönnunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband