Hjá embætti lögreglustjórans á Eskifirði starfa tvær ungar konur sem lögreglumenn, önnur er nýtekin til starfa og er pólsk að uppruna og mun vera sú eina á landinu. Mikill fengur er í pólskumælandi lögregluþjóni, því hér á Austurlandi eins og annarsstaðar á landinu er töluvert um Pólverja. Hin er íslensk og "Berfirsk" (frá Berufirði
) að uppruna, en hún hefur verið nokkur ár í lögreglunni, m.a. í Reykjavík. Hún heitir Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir og hefur ásamt hefðbundnum lögreglustörfum, umsjón með forvarnarstarfi lögreglunnar í grunnskólum í Fjarðabyggð.
Ég hef tekið að mér, í langvinnum forföllum eins kennarans við Grunnskólann á Reyðarfirði, "starfsfræðslu", sem er námsval, fyrir nemendur í 9. - 10. bekk. Í tengslum við það fékk ég Snjólaugu til þess að koma og halda fyrirlestur fyrir krakkana til þess að kynna þeim lögreglustarfið. Óhætt er að segja að Snjólaug hafi slegið í gegn í fyrirlestrinu því krakkarnir voru afar áhugasamir um starfið og spurðu margra spurninga. Snjólaug kom vel undirbúin með "power-point show" og fór vítt og breytt yfir starf lögreglunnar og krakkarnir voru sammála um að það er ótrúlega fjölbreytt.
Hér er Snjólaug í kennslustofu 10. bekkjar í Grunnskóla Reyðarfjarðar
![]() |
Ekki refsað fyrir að geyma fíkniefni í fangaklefa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | 24.4.2009 (breytt 25.4.2009 kl. 13:23) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 946896
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Einkum vegna Trumps
- Tínda fólk hælisleitendakerfisins
- Ranghugmynd dagsins - 20250429
- Hlaupið yfir árið 1981
- Af hverju leggur þú ekki einn kapal til að drepa tímann?
- Óreiðuskoðun dagsins - 20250429
- Var veiran banvæn - eða bóluefnin? Stjórnvöld ábyrg: Þetta er ekki búið!
- Sviðsetning Benedikts Erlingssonar leikstjóra brengluð.
- Samskipti Grænlands, Færeyja og Íslands
- Og milljónir í sporslur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.