Stórskyttuefni

c28d96e7e1a225Frá því Ísland komst á heimskortið í handbolta, sennilega 1964 (eða var það 1961?), þá hafa margir erlendir handboltaspekingar undrast hversu mikið okkar litla þjóð hefur átt af góðum rétthentum langskyttum. Við höfum virst framleiða slíka handboltamenn á færibandi. Það færiband hefur reyndar hökkt dálítið síðastliðinn áratug en höfum þess í stað átt afburða handboltamenn í nánast öllum öðrum stöðum á vellinum.

Í dag er Aron Pálmarsson klárlega ein efnilegasta rétthenta skyttan í heimninum í dag. En hann er ekki bara góð skytta heldur hefur hann allt sem góðan handboltamann þarf að prýða.

Það verður gífurlega spennandi að fylgjast með pilti á næstu árum.


mbl.is Aron í aðgerð hjá Kiel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar Hólmgeirsson er stórskytta af gamla skólanum en hann er mikið meiddur og er kannski búinn að tapa skotkrafti. En það er satt, eitthvað í genunum gerði það að verkum að við áttum fleiri stórskyttur en aðrar þjóðir. Manstu eftir Gunnlaugi Hjálmarssyni? Hann var eins og fallbyssa.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nokkuð rétt hjá þér.  Helsti gallinn við Aron er sá að hann er FH-ingur.

Jóhann Elíasson, 3.4.2009 kl. 14:13

3 identicon

Aron er frábær og athugum það að hann er aðeins átján ára.Hann hefur kraftinn,hæðina,útsjónarsemina,varnarvinnuna og áræðnina.Það er ekki  tilviljun sem Alfreð okkar Gíslason krækti í pilt til KIEL.Gerir ekkert til hvaðan hann kemur.Drengurinn er Íslendingur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 14:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég byrjaði að fylgjast með handbolta 1970 og ég held að Gunnlaugur hafi verið hættur þá. Ég fór á nánast hvern einasta landsleik á árunum 1970 - 1990

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vinstrihandarskyrrur hafa reyndar ekki verið vandamál hjá okkur, s.b. Kristján Ara, Óli Stef og Einar Hólmgeirs. En hreinn "dúndri" vinstramegin hefur verið vandamál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband