Þegar ég heyri "Raddir fólksins", þá sé ég andlit Harðar Torfasonar. Hvað segir það mér? Hvað eiga allir þeir fjölmörgu mótmælendur sem komið hafa saman undir merkjum Harðar Torfa, sameiginlegt? Harla fátt að ég tel, annað en reiðina.
Hvað er þetta "Raddir fólksins"? Hefur einhver kosið þetta fólk til einhvers? Hafa þessi samtök, ef samtök skal kalla, einhver lög eða stefnumarkmið? Er einhver opinber talsmaður þessara samtaka, og ef svo er, hvernig var hann valinn?
Fínt hjá Herði Torfa að bjóða krafta sína til þings í apríl-kosningunum, hvort sem það verður í formi nýs framboðs, eða á vegum VG. En mér finnst fullsnemmt að afhenda honum einhverja valdasprota á grundvelli vinsælda hans sem mótmælaforingja.
í hópi mótmælenda Harðar, voru gjörólíkir einstaklingar og seint munu þeir allir berjast fyrir sama málstað og Hörður, a.m.k. á hinum almenna pólitíska vettvangi. En þessi samtök Harðar, hafa öðlast undraverðan pólitískan frama, í faðmi hinnar nýju ríkisstjórnar.
Þessi pínulitla "Harðar-klíka", er komin inn á teppi hjá Forsætisráðherra.
Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.2.2009 (breytt kl. 06:11) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
A. Ertu að segja að fólk eigi ekki að mótmæla?
B. Ertu að segja að Hörður Torfa tengist 'Grýlum´sjálfstæðisflokksins, samfylkingunni eða vinstri grænum?
C. Ertu að á móti vinsælum foringjum?
D. Ertu einn af þessum 'fjölmörgu' mótmælendum?
Ragnheiður (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 06:49
Þetta er nokkuð rétt hjá þér. Þó að ég hafi mætt á marga fundina og verið sammála flestu þarna, er ég þá í "Röddum fólksins" , talar hörður og fólkið í kringum hann f. mig á bókstaflegan hátt. Nei. Það fólk sem þykist hafa umboð allra sem mættu þarna er einungis að tala f. sjálft sig (skiptir engu máli þó ég sé 90% sammála því sem þau segja)
Ari (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 13:59
Þegar "reiðin ein" er eftir mega brotamenn þakka fyrir að fórnarlömbin beiti eingöngu fyrir sig orðum, sleifum og hrossabrestum! Hörður Torfason er aðeins ein af "röddum fólksins" þó hann hafi stjórnað þörfum fundum. Skilur sá sem alltaf heldur sig í miðstýrðum Flokki, yfirleitt, hvað fjöldahreyfing er?
Hlédís, 14.2.2009 kl. 16:21
Flokkar verða alltaf miðstýrðir að einhverju leyti. Hversu mikið, er undir flokkunum sjálfum komið og fólkinu sem í þeim er.
-
Það er yndislegt hve lýðræðislegur Sjálfstæðisflokkurinn er. Lýðræðisástin er ríkari í hægrimönnum
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2009 kl. 17:42
Æ, æ Þetta er Ammrískur frasi! Telur þú allt lygi sem fyrrverandi handbendi lýðræðis-paradísarinnar BNA hafa játað um glæpi unna til að hindra lýðréttindi um allan heim? Hentugu Forsetamorðin í Suður-Ameríku og óteljandi önnur dæmi? Gerirðu það ertu trúgjarnari en fjöldi Bandaríkjamanna!
Hlédís, 14.2.2009 kl. 17:50
Ég ætlaði að vera búinn að svara þessum spurningum Ragnheiðar, en gleymdi því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.