Kunnugleg rök

Hvenær hefur verið sýnt fram á það með haldbærum rökum að hvalveiðar skaði hvalaskoðun? Í Noregi héldu náttúruverndarsinnar þessu fram en þrátt fyrir veiðarnar óx velta hvalaskoðunarfyrirtækja á hverju ári.

Af svipuðum toga voru rök náttúruverndarsinna gegn Kárahnjúkavirkjun. Þeir héldu því fram að virkjunarframkvæmdin myndi stórskaða ferðamannaiðnaðinn og að hann drægist saman um 50% á Austurlandi og um 30% á landinu öllu, vegna skaddaðrar ímyndar landsins. Þetta sögðu þeir árið 2002 og vitnuðu í "sérfræðinga" í ferðaiðnaðinum máli sínu til stuðnings.

Allir vita að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað stöðugt síðan 2002 og nýtt met sett á hverju ári í fjölda þeirra.

pjun185l


mbl.is „Aðför að hvalaskoðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tengja hvalveiðarnar við ferðaiðnaðinn eins og ég benti á í einni færslunni minni.

http://corvo.blog.is/blog/corvo/entry/783138

kveðja Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 07:40

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þetta snýst ekki um hvalveiðar heldur ráðherra sem tekur þessa ákvörðun sólarhring áður en hann lætur af embætti. Af hverju mátti ekki ræða þetta í þinginu? Af hverju fimm ár fram í tímann?

Sigurður Haukur Gíslason, 28.1.2009 kl. 08:28

3 Smámynd: Offari

Ég er sammála Sigurði, Svona lagað eiga menn ekki að gera.

Hvað hvalveiðar varðar er ég hinsvegar hlyntur þeim en tel að ekki sé æskilegt að veitt sé í Skjálfandaflóa yfir ferðamanna tímann.

Offari, 28.1.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Öll rök hvalverndarsinna hafa verið hrakin.  Þeirra helstu rök hafa verið að ekki sé neinn markaður fyrir hvalkjöt en nú hefur komið fram að Japanir vilja kaupa ALLT hvalkjöt sem verður í boði og borga fyrir það gott verð. Í sambandi við rannsóknarverkefni, sem ég ásamt fleirum vann, þá rak á fjörur okkar Kanadísk doktorsritgerð (The affects of whale watching on humback whales in New Foundland , Corbell,2006) en í þessari skýrslu koma fram nýjar og nýstárlegar kenningar um áhrif hvalaskoðana á hvali og lífshætti þeirra.  Í skýrslunni er talað um að hvalaskoðanabátarnir séu flestir komnir til ára sinna og með gamlar og háværar dísilvélar, sem hafi þau áhrif á hvalina að þeir missi heyrn og "staðsetningakerfi" þeirra ruglist, þarna sé komin skýringin á því að þeir séu komnir á dýpra vatn og séu bara einfaldlega að forðast hvalaskoðunarbátana.  En hvölunum verður ekki kápan úr því klæðinu því hvalaskoðunarbátarnir elta þá bara.  Sé þetta rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að draga í efa en það skal tekið fram að þetta þyrfti að rannsaka betur, þá er þarna stór hluti skýringarinnar á fjölgun árekstra milli hvala og skipa og því að "hvalrekum" hefur fjölgað eins gríðarlega og raunin er, en ég er á því að stærsti orsakavaldurinn sé hin gríðarlega fjölgun hvala, sem hefur verið síðan hvalveiðibannið tók gildi 1986. 

Jóhann Elíasson, 28.1.2009 kl. 10:51

5 Smámynd: Hlédís

Fegin er ég að Einar tók af skarið um hvalveiðar - þó hann hafi auda gert það "korter fyrir.." valdamissi.  Það er ágætisrými fyrir hvalaskoðun líka. Undirrituð mun koma fljótlega á Austurland, en sannarlega ekki til að skoða ál né Tröllavirkjun.

Hlédís, 28.1.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband