AFL Starfsgreinafélag er þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins í dag á eftir Eflingu og VR. Stærð félagsins skýrist af víðtækum sameiningum verkalýðsfélaga á Austurlandi síðustu ár og miklum uppgangi í atvinnulífi í fjórðungnum.
AFL stendur nú fyrir fundaherferð þar sem formaðurinn og aðrir forystumenn félagsins munu á næstu vikum fara á vinnustaði og halda almenna fundi með félagsmönnum og leita samráðs um stefnumótun félagsins. Í auglýsingu sem birtist í "Dagskránni", sem er sjónvarps og auglýsinga-vísir fyrir Austurland segir m.a. eftirfarandi:
Forysta AFLs vill leggja áherslu á að sátt náist í þjóðfélaginu og að við sameinumst um:
- Að verja velferðarkerfi sem tekið hefur áratugi að byggja upp
- Að hrista af okkur frjálshyggjupestina sem hefur sýkt innviði þjóðfélagsins
- Að efna til umræðu um endurskoðun grunnþátta samfélagsins
- Að þeir sem hafa orsakað hrun efnahags þjóðarinnar verði kallaðir til ábyrgðar
Verkalýðsfélög eiga ekki að berjast í hugmyndafræðilegri stjórnmálabaráttu, allra síst ef þau vilja grundvalla starf sitt á sátt meðal félagsmanna sinna. Vill fólks sjá slagorð hjá verkalýðsfélagi eins og:
- Að hrista af okkur sósíal-demókratísku pestina sem tíðkast í VG
Ég segi nei, þó ég gæti vel tekið undir þetta slagorð. Verkalýðsfélög eiga að berjast fyrir launakjörum og réttindum félagsmanna sinna. Ef forystumenn AFLs vilja koma pólitískum sjónarmiðum sínum á framfæri, þá eru aðrir vettvangar betur til þess fallnir en verkalýðsfélagið sem þeir eru kosnir til forystu fyrir. Ég efast um að allir þeir sem kusu Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur til formanns í AFLi á sínum tíma, hafi reiknað með að hún auglýsti markmið félagsins á þennan hátt.
Ég mun beina félagsgjöldum mínum til annars verkalýðsfélgs hér eftir.
Flokkur: Kjaramál | 22.1.2009 (breytt 23.1.2009 kl. 16:47) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 946214
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hroki Ingu Sæland formanns Flokks Fólksins eða félagasamtaka Ingu Sæland ?
- Pörun í fjórðu umferð Skákþingsins
- Fyrstu tuttugu dagar janúar 2025
- Er alþingi orðið aumingjastofnun?
- Fyrsti dagur Trumps í embætti
- Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025
- Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.
- Hérna er fullt af góðum ráðum ætli fólk að rækta melónur. Fólk þarf ekki að kaupa fræin sérstaklega, heldur getur fólk notað fræin þegar að þið kaupið melónur út úr búð:
- Tvö stelpuskákmót
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FYRIR SIGUR ÍSLANDS...
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
- 66 fórust í eldsvoða á skíðahóteli
- Gerðu árás á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum
- Evrópa þarf nú að huga betur að varnarmálum
- Danir munu koma til
- Harma ákvörðun Trumps
- Lætur strax að sér kveða á fyrsta sólarhringnum
- Myndskeið: Kveðja Musk vekur athygli
- Í dag eru hjörtu okkar full af þakklæti
- Tíu fórust í eldsvoða á vinsælu skíðahóteli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.