ÞESSI færsla mín er frá 9. október, stuttu eftir bankahrunið
"Ég var að spjalla við Svía, ágætan vin minn í Stokkhólmi og fyrrverandi starfsmann Kaupþings þar í borg. Hann sagði mér að hrikalegar sögusagnir væru í gangi um meint "Criminal act" æðstu stjórnenda Kaupþings. Hann sagði að ef sögusagnirnar reyndust réttar, þá væri ekki langt í að Hreiðar Már og félagar hyrfu af yfirborði jarðar með fúlgur fjár. M.a. sagði hann sögusagnirnar segja að fjárfesting arabíska olíufurstans fyrir stuttu síðan í Kaupþingi, væri blekkingarleikur sem stjórnendurnir hefðu sett á svið í samvinnu við Arabann.
Svo margir ættu um sárt að binda nú, í viðskiptum sínum við bankann, að æðstu stjórnendur hans gætu sig hvergi hreift nema í fylgd lífvarða. Þetta hlýtur að koma í ljós þegar FME fer í saumana á viðskiptum bankans undanfarið".
Segir allt með felldu í Kaupþingsviðskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 15.1.2009 (breytt kl. 17:39) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 946010
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Ætli það sé ekki frekar skilanefndir sem við verðum að leggja traust okkar á. FME var getulaust fyrir bankahrunið og það hefur varla breyst.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 17:56
Eru sögusagnir skúbb? Ekki vissi ég það.
Sæmundur Bjarnason, 15.1.2009 kl. 18:18
Þær geta verið það, ef fótur reynist fyrir þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 18:44
En það er athyglisvert að þessar "sögusagnir" í Svíþjóð skulu fara af stað. Ekki hafa sögudreifararnir öll gögn í hendi sér líkt og skilanefndin hefur. Kannski veit einhver þarna úti meira en skjöl geta staðfest.
Ég bíð eftir því að haft verði samband við mig og ég beðinn að gefa upp heimildarmann minn
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 18:46
Sögusagnir eru stöðugt að staðfestast. Skyldi Gróa á Leiti vita meir en ríkisstjórnin? Eða óttast ríkistjórnin að sannleikurinn sé óhollur fyrir almúgann.
Offari, 15.1.2009 kl. 18:57
Það er rétt, undanfarin misseri hefur einmitt verið talsvert að marka sumt það sem haft er eftir óstaðfestum heimildum. Hinsvegar er t.d. lítið að marka flest það sem kemur frá ríkisstjórninni og pótintátum þeirra í embættiskerfinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2009 kl. 19:39
Ég er að vona að þetta sé allt saman draumur.....
Svo vakna ég og fuglarnir syngja við gluggann og sólargeislarnir leika sér við gluggatjöldin
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.