Gamla góða pennastrikið

radio300Fyrir daga kvótakerfisins, voru kjördæmapotsþingmennirnir í bankaráðum ríkisbankanna vanir að nota "pennastriksaðferðina" til þess að rétta kúrsinn á illa reknum sjávarútvegsfyrirtækjum. Slíkar aðgerðir hurfu með tilkomu kvótakerfisins og urðu síðar útilokaðar með einkavæðingu bankanna.

Nú er rökrétt að almenningur losi sig við síbyljustöðina Rás 2. Afhverju á almenningur að borga fyrir slíka þjónustu þegar einkageirinn er fullfær um það? Ég er fullsáttur við gömlu gufuna sem ríkismiðil.


mbl.is Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Gömlu Gufuna og eina lands-sjónvarpsstöð, Takk! - Eðlilegt að það kosti nokkuð mikinn skattpening, eins og samgöngur og annað sem styrkir samband þjóðar í stóru landi.  Verð að segja að hrokafullur, oflaunður (allt að því ofdekraður) stjórinn fer 'pínu-aggalítið' í taugarnar á mér.  Kveðja

Hlédís, 15.12.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála með ljósvakamiðlana og að útvarpsstjóri er oflaunaður. En ég held samt að hann sé ágætur stjórnandi. Hann á a.m.k. ekki að fá borgað fyrir að vera á vinsældaveiðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 20:34

3 identicon

"Slíkar aðgerðir hurfu með tilkomu kvótakerfisins og urðu síðar útilokaðar með einkavæðingu bankanna. " Hvaða rugl er þetta Gunnar, ertu ekki að fylgjast með ? Nú er talað um að vegna mikilla skulda sjávarútvegsins sé kvótinn að komast í hendur erlendra kröfuhafa, og samkvæmt LÍÚ um daginn eru þeir í viðræðum og langt komnir með að fella niður skuldir við gamla landsbankann. Furðulegt að þokkalega lesnir menn skuli hrósa kvótakerfinu, kerfi sem greinilega hefur ekki verndað fiskistofnana, ekki stuðlað að  atvinnu á landsbyggðinni, kerfi sem hefur drepið niður haghvæmasta rekstarformið, kerfi sem útilokar nýliðun, kerfi sem hefur aukið skuldir sjávarútvegs hrikalega síðustu ár, o,fl ofl, . Og að auki er að margra mati þetta kerfi sem kom á þessu græðgis og óhófs- kerfi sem nú hefur hrunið. Og ef þú telur þetta samt það besta þá er bara hægt að benda á Færeyjar sem dæmi um betra kerfi, eins segir það eitthvað að enginn hefur tekið þetta kerfi upp eftir okkur, í sömu mynd og við höfum.

Birgir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband