Frostrósir á Eskifirđi

Kraekj3Ég hefđi alveg viljađ vera á jólatónleikum Björgvins, en ég fékk í stađinn frábćra tónleika međ Frostrósum og gestum í Kirkju og menningarmiđstöđinni á Eskifirđi í kvöld. Frábćrar raddir hjá söngkonunum ţremur, ţeim Heru, Margréti Eir og Guđrúnu Árný. Persónulega er Guđrún Árný í mestu uppáhaldi hjá mér, hún hefur svo fallega mjúka og tćra rödd og smekklegt víbradó. Svo er hún líka svo sćt InLove

Allt var pottţétt á tónleikunum og hljómurinn í kirkjunni er međ ágćtum fyrir ţessa tegund tónlistar. Ég fór á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sama stađ fyrir nokkrum vikum síđan og hljómurinn var ekki nógu góđur ţá, sérstaklega fyrir hlé, en hann skánađi mikiđ eftir hlé, ţegar dregin voru frá tjöld á hluta af veggjunum.

Ef ég ćtti ađ setja einhvern mínus viđ flutninginn í kvöld, ţá vćri ţađ helst ađ barnakórinn sem söng međ í nokkrum laganna, fékk ekki ađ njóta sín alveg nógu vel. Míkrófónarnir hefđu mátt vera ađeins nćr krökkunum. Auk ţess hefđi ég viljađ heyra Jóhann Friđgeir Valdimarsson syngja "Ó helga nótt" međ dívunum, ţó ţćr hafi skilađ laginu vel. Ég er kannski bara svona íhaldssamur, en lagiđ er sniđiđ fyrir góđan lýrískan tenór ađ mínu mati. Strengjakvartettinn sem spilađi međ var óađfinnanlegur, ásamt öđrum hljóđfćraleikurum og hljóđblöndun og styrkur ţeirra miđađ viđ söngin var afar fagmannlega útsett. Tvennir tónleikar voru haldnir og uppselt á báđa.

004

Dífurnar á sviđinu í kvöld, ásamt Jóhanni Friđgeir og Edgar Smára.


mbl.is Jólalegt í Laugardalshöll
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband