Öllu logið upp á okkur

Við erum auðvelt skotmark núna og auðvelt að ljúga hverju sem er upp á okkur í Bretlandi. Breti sem ég ræddi við um daginn á alþjóðlegri bridge-vefsíðu, hélt því fram að Íslendingar hefðu stolið þorskinum frá Bretum í þorskastríðinu. Þegar ég bað um nánari skýringar á því þá sagði hann að þorskurinn á Íslandsmiðum hrigndi allur við strendur Englands en sveimaði svo eitthvað norður á bóginn þar sem við stálum honum svo.

Færeyingum dytti aldrei í hug að ljúga upp á okkur, enda eru þeir vinir okkar. Svo hafa þeir svo skemmtilegan húmor, eins og meðfylgjandi myndir sýna okkur Grin

42e31c20d8d73

42e31c27ddc00

42e31c491d01a

42e320d3a5c41

42e3246fc6845


mbl.is Saka Íslendinga um ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Örfá atriði sem vert er að hafa í huga í umræðunni varðandi þessar makrílveiðar:

Þessi 20.000 tonna kvóti var einhliða ákvörðun apparats sem íslendingum er meinaður aðgangur að þar sem við erum ekki viðurkennd sem strandríki hvað þessa tegund varðar þrátt fyrir beiðnir þar um um langt árabil. Fengum reyndar áheyrnarfulltrúa á síðasta fundi úthlutunarnefndarinnar sem var meinuð öll aðkoma að ákvarðanatöku engu að síður.

Þessi tala 108.000 tonn er einnig úr lausu lofti gripin. Komið hefur fram að heildarveiði íslenskra aðila var 112.000 tonn. Sá afli var allur fenginn innan íslenskrar lögsögu og þrátt fyrir allt er það hafsvæði sem við höfum fullan umráðarétt yfir.

Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að við viðurkennum einhvern kvóta þegar við höfum enga möguleika á að koma að ákvarðanatöku um þann kvóta?

Slíkt væri afleitt í alla staði.

Gunnar R. Jónsson, 11.11.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta nafni

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband