Geldir góðæri skapandi hugsun?

Því hefur stundum verið fleygt fram að listamenn þurfi að þjást til þess að vera frjóir. Þessu hafa reyndar margir listamenn mótmælt, sérstaklega þeir sem orðið hafa sæmilega bjargálna. Mér hefur samt fundist Spaugstofan í ríkissjónvarpinu hafa skánað til muna eftir að kreppan skall á, en það er sennilega ekki af því að hinir ágætu leikarar teymisins séu að þjást, heldur frekar vegna þess að að grátbroslegt efni sem spannar alla mannega tilfinningaskala, rekur á fjörur þeirra fyrirhafnarlaust.  Joyful

Á Íslandi hafa verið til um langt skeið, nýsköpunar og atvinnuþróunarmiðstöðvar og eru þær dreifðar um landið. Nokkurskonar móðurstöð slíkra verkefna er Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem varð til í ágúst 2007 við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 sérfræðingar að fjölbreyttum verkefnum. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands:

  • Impra  er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Vestmannaeyjum.
  • Impra veitir öllum frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi leiðsögn, sama er í hvaða atvinnugrein þau eru, hvort heldur á sviði iðnaðar, sjávarútvegs, þjónustu eða annarra greina íslensks atvinnulífs.
  • Impra starfrækir frumkvöðlasetur til stuðnings frumkvöðlum og framgangi nýrra hugmynda.  
  • Impra leiðir mótun sértækra stuðningsverkefna sem stuðla að bættum rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja og framgangi viðskiptahugmynda. Auk þess er Impra vettvangur samstarfs íslenskra og erlendra frumkvöðla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
     
  • Impra er ráðgjafi stjórnvalda um stuðningsaðgerðir við nýsköpun og bætt rekstrarskilyrði og rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
     
  • Impra er aðsetur tengiliðar Félags kvenna í atvinnurekstri.

Mér skilst að nýtt útibú Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sé í burðarliðnum á Egilsstöðum, en þar hefur verið starfandi í 25 ár  Þróunarfélag Austurlands 

 Sumt fólk berst gegn því með oddi og egg að sveitarfélög á landsbyggðinni reyni að laða til sín stóra erlenda aðila sem skapa mörg hundruð störf. Þetta er hópur fólks sem gjarnan kallar sig umhverfisverndarsinna. Með baráttu sinni vill þetta fólk vernda náttúru Íslands, sem að sjálfsögðu er göfugt sjónarmið og um það verður ekki deilt. Vandamálið er hins vegar það að sjónarmið þeirra í einstökum málum eru ekki endilega þau sömu og þorra almennings. Þegar slíkt gerist þá útvíkka umhverfisverndararnir rök sín í baráttunni og bæta við:

  • Litlum sem engum þjóðhagslegum ávinningi,
  • vafasömum og/eða litlum samfélagslegum áhrifum,
  • slæmum áhrifum á aðra atvinnustarfsemi (ruðningsáhrif)
  • tap á framkvæmdum
  • ímynd landsins skaðast
  • ferðamönnum fækkar
  • dýrastofnar í hættu
  • gera eitthvað annað

Umhverfissamtök breytast s.s. í pólísk samtök og fara þar með langt út fyrir starfssvið sitt. Þau hljóta að kosta til umtalsverðu fjármagni í þessa hliðargrein sína, því þau hafa gefið út viðamiklar skýrslur, t.d. Landvernd þegar hún lét gera mikla skýrslu um Kárahnjúkaverkefnið árið 2001, með aðkomu sérfræðinga á hinum ólíkustu sviðum. Allar niðurstöður sérfæðinga Landverndar voru á skjön við niðurstöður færustu sérfræðinga ríkisins sem komu að málinu. Margt miður viðkunnanlegt létu andstæðingar framkvæmdanna eystra falla um vinnubrögð og heiðarleika þeirra vísindamanna sem unnu að því verkefni.

Eins og sést á umfjöllun minni um Nýsköðunarmiðstöð Íslands, þá er ekki eins og að ekki hafi verið reynt "eitthvað annað". Nú reynir kannski fyrst verulega á þessi fyrirtæki og athygli almennings mun beinast að þeim. Ég held að ríkissjóður mætti skoða í fullri alvöru hvort auknu fjármagni mætti ekki veita í þessa vinnu. Ég hef þó alltaf haft ákveðnar efasemdir um að beinir peningastyrkir eigi rétt á sér til fyrirtækja því einstaklingarnir eiga að sjá um að fjármagna sig sjálfir. En fagleg aðstoð við hugmyndir einstaklinganna eiga rétt á sér, sérstakleg nú á þessum erfiðu tímum.


mbl.is Mikilvægt að hugsa hlutina upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þróunarfélag austurlands ??? og búið að vera til í 25 ár? er þetta ekki grín? hvað hefur komið frá þeim?? þú segist lika hafa efasemdir um beina peningastyrki til fyrirtækja en hvað með óbeina styrki t.d ókeypis lóð, að láta almenning niðurgreiða rafmagnið fyrir erlend fyrirtæki, hvað kallar þú slíka hluti?

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kalla það að fá mikið fyrir lítið

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband