Um miðjan fyrri hálfleik þá fór ég að flakka á milli annarra sjónvarpsstöðva vegna vonbrigða með leik okkar manna en kom svo aftur inn þegar um 5 mínútur voru til loka hálfleiksins. Þá fannst mér örla á dálítilli von um að við fengjum eitthvað út úr þessum leik. Útafrekstrar dómaranna í leiknum voru úti í hött og bitnuðu skelfilega á íslenska liðinu. Sumir segja e.t.v. að svona sé dæmigerð heimadómsgæsla, en þetta á samt ekki að sjást í íþróttum.
Mestur hluti seinni hálfleiks var frábær af okkar hálfu og vendipunkturinn fannst mér þegar Guðjón Valur meiddist. Þá kom þetta "extra something" sem vantaði í hugarfar flestra leikmanna íslenska liðsins.
"Lemgo-proffen Logi Geirsson skulle vise seg å bli en kvise på Norges rumpe. Den teknisk fantastiske bakspilleren med den voldsomme skuddarmen banket inn hele 13 mål for Island" (Aftenposten)
Þessi úrslit fleyta okkur í úrslitakeppnina ef við vinnum heimaleikina á móti Norðmönnum og Makedónum.
Ísland sótti stig til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Íþróttir | 1.11.2008 (breytt 2.11.2008 kl. 05:23) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Leikuinn var skemmtilegur í heildina. En það var ekkert gaman að vera í Drammenhallen í fyrri hálfleik. Mikið sem fór úrskeiðis þá. En seinni hálfleikurinn var náttúrlega bara frábær þegar tekið er tillit til þess hvaða leikmenn okkur vantað svo og að Guðjón Valur meiðist og Einar Hólmgeirs var nánast úr leik.
Hinn nýji þjálfari Norðmanna gerði sín mistök í seinni hálfleik. Sennilega vegna þess að hann þekkir ekki orðið liðið ennþá eftir 4 æfingar og einn leik. En ef hann heldur áfram að frjósa eins og hann gerði í gær þá fær hann varla marga leiki með liðið.
Dómararnir!! Það er nú full mikið að segja að þeir hafi verið skandall. En þeir voru okkur óhagstæðir fyrstu mínúturnar. Annars fanns mér þeir komast sæmilega skammlaust frá hlutverki sínu. Leikurinn var jú að mestu prúðmannlega leikinn.
Dunni, 2.11.2008 kl. 14:38
Sammála með þjálfarann Robert Hedin. Hann gjörsamlega fraus í leiknum og það kom okkur til góða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.