Þegar ég var táningur og mikill vinstrisinni, þá drakk ég í mig bókina Falið vald eftir Jóhannes Björn. Þetta er hatursbók um kapitalismann og skrifuð í reifarastíl og er ansi mögnuð lesning. Í formála bókarinnar segir m.a.
"Hér er einnig fjallað um skipulagðar kreppur og byltingar, ólýðræðislegt leynimakk staðbundinna og alþjóðlegra leynifélaga, furðulega starfsemi bandarískra auðhringa í Rússlandi, arðvænlegt starf sömu auðhringa í Þýskalandi Hitlers, nokkra ríkustu menn jarðarinnar, hvernig bankakerfið skapar sér auð úr engu og margt fleira í svipuðum dúr".
Jóhannes Björn segist hvorki vera til vinstri né hægri í pólitík en það er þó augljóst að hann hatar kapitalismann og allt sem honum fylgir. Það er ljótt að sjá og heyra Þórðargleði sumra þingmanna VG, m.a. Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur , þar sem hún heimtar sökudólga í dag, fyrir ástandinu sem nú er uppi á Íslandi. Hún vill ekki að sagnfræðin bíði, heldur vill hausaveiðar núna. Það sýnir e.t.v. ágætlega hvers vegna margir álíta að VG sé ekki stjórntækt afl í íslenskri pólitík.
Nú krossa sig margir í bak og fyrir og þakka Guði fyrir að Íbúðalánasjóður hafi ekki verið seldur. Ég segi hins vegar að þar fór glatað tækifæri í að koma honum í verð, því það er augljóst að nú er það of seint.... í bili a.m.k. Það er nefnilega þannig að þegar ástandið er eins og það er núna, þá er ríkið hvort eð er komin með stjórnartaumana í Glitni og Landsbankann til þess að tryggja hagsmuni almennings og þ.m.t. íbúðalán. Ríkisvaldið hefur sett neyðarlög sem heimila því að stofna fjármálafyrirtæki ef þess gerist þörf og Íbúðalánasjóður er endurnýjanleg auðlind sem hægt hefði verið að virkja að nýju sem neyðarúrræði.
Sumir segja í Þórðargleði sinni núna; "Sko, ég sagði það!" og benda á hve mikil mistök hafi verið að einkavæða ríkisbankana í ljósi ástandsins í dag. En sterk staða ríkissjóðs í dag og skuldleysi hans er að stórum hluta einmitt einkavæðingunni að þakka. Mistökin sem gerð voru var hins vegar hömlu og eftirlitsleysi fjármálageirans sem fékk óáreittur að vaxa umsvifum þjóðarbúsins yfir höfuð..... tólf-falt! Það var dýr lexía eins og komið hefur á daginn. En mistökin hljóta að vera til þess að læra af þeim.
Aldrei stóð til að gjaldfella lán Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 7.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Athugasemdir
Ef að þú heldur að Jóhannesi Birni sé eitthvað ver við kapítalisma en sósíalisma hefur þú heldur betur verið að misskilja manninn allan tímann, hann leggur mikla áherslu á að þetta eru tvær hliðar á sama peningi, tvær leiðir að sama marki, allt fyrir fáa og sem minnst fyrir hina, alræði auðjöfranna í innsta kjarna og skósveina þeirra.
Mörgum koma til dæmis þessar lítt þekktu staðreyndir og snilldarplott á óvart.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 22:24
Ég hef ekkert misskilið kæri Georg. Hann segist sjálfur hvorki vera til vinstri né hægri, en hann lifir í kapitalískum veruleika, ekki í sósíalískum. Og það sem hann segir um kapitalismann segir allt sem segja þarf og það sem hann segir um kommúnismann gerir það líka. Hann kennir nefnilega kapitalismanum um ófarir kommúnismans.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.