Enginn grætur Íslending

Fjölbreytt efnisval eins og hjá Sinfóníuhljómsveitinni er til fyrirmyndar og til þess fallið að laða að fólk úr öllum áttum.  

Enginn grætur Íslending

einann sér og dáinn

Þegar allt er komið í kring

kyssir torfa náinn

Ég mætti á mína fyrstu söngæfingu í vetur hjá kirkjukór Reyðarfjarðar í gærkvöldi og verkefnavalið er fjölbreytt að vanda. Fyrri klukkutímann var æft fyrir messu næsta sunnudag og þann seinni þrjú af þeim lögum sem við munum flytja í vetur, m.a. á Myrkum músíkdögum í nóvember. Að ofan er texti Jónasar Hallgrímssonar við lag Hróðmars I. Sigurbjörnssonar sem við æfðum. Mjög skemmtileg útsetning, að hluta einraddað, að hluta í fimmundarsöng milli karlraddanna og svo hefðbundið fjórraddað. Takturinn er eins og Dilly kórstjórinn okkar lýsti honum, eins og að detta um skóreimar sínar á göngu. Skemmtileg samlíking.

Við höfum á undanförnum árum sungið nokkur lög frá Afríku og það er feikilega skemmtileg kórmúsík. Í gærkvöldi æfðum við lag sem heitir Aya Ngena (Zulu traditional) , frábær hljómur sem fær mann til að brosa og dilla sér.

Kirkjukór Reyðarfjarðar æfir í safnaðarheimilinu við hliðina á kirkjunni og þar er fín aðstaða fyrir kórinn. Um 20 manns eru í kórnum en það má lengi á sig blómum bæta og ég hvet alla sem hafa gaman af því að syngja að kíkja á æfingu hjá okkur á miðvikudagskvöldum kl. 20:00.

 

 

 

 


mbl.is Austrænn keimur og partý
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband