Á sunnudag eða mánudag held ég suður til náms og verð í höfuðborginni næstu 3 vikurnar. Ég er að hefja ökukennaranám en það er 30 eininga nám á háskólastigi og fer kennslan fram hjá KHÍ. Fyrst þarf ég að taka inntökupróf af því ég hef ekki stúdentspróf né neina háskólamenntun. Fyrsta vikan fer sem sagt í nokkurskonar fornám og fögin eru uppeldis- og kennslufræði og náms- og þroskasálfræði.
Ég neita því ekki að ég er töluvert spenntur að hefja nám en 20 ár eru síðan ég sat síðast á skólabekk, í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. Kröfurnar eru miklar í ökukennaranáminu og lágmarkseinkunn er 7. Ef ég fer ekki með skottið á milli lappanna eftir inntökuprófið, þá er ljóst að ég þarf að fara um 20 sinnum á næstu tveimur árum til Reykjavíkur og dvelja 3 daga í senn á skólabekknum en að öðru leyti er þetta fjarnám.
Námið er rándýrt en það kostar 1 miljón kr. fyrir utan ferðakostnað sem verður ærinn fyrir mig. Enginn ökukennari er á Reyðarfirði og ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið ágæt aukavinna með leigubílaakstrinum og vinnunni í grunnskólanum. Veit einhver um ódýrt húsnæði fyrir mig, 3 daga í mánuði, næstu tvö árin?
Flokkur: Menntun og skóli | 31.5.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 947218
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hamfarahlýnun staðreynd
- Harmafregnin, minningarljóð um Magnús Þór Hafsteinsson, samið 9. júlí 2025.
- Snerist um vinnubrögðin
- Þótt það sé ólöglegt, þá munum við gera það
- Pfizer lota EM0477 og réttarhöldin í Hollandi
- Heilkennið TDS sem veldur depurð; Mentis Captio - föngun huga ...
- Framferði litla minnihlutans á Alþingi ósvífni í meira lagi. Kleppur hraðferð?
- Vond ráð sérfræðinga
- OFT HEFUR VERIÐ ÞÖRF EN NÚ ER NAUÐSYN.......
Athugasemdir
Ökukennarinn þarf auðvitað að hafa á hreinu að halda sig hægra megin, er það ekki, karlinn?
Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 17:26
Jú, ég klikka ekki á því
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.