Ég var 8 ára gamall og bjó í Stykkishólmi þegar H-dagurinn gekk í garð. Pabbi minn var "löggan" á staðnum. Lögregluembættið átti m.a. að dreifa límmiðum með bókstafnum "H" til fólks til að minna á daginn. Ég fékk marga miða og var voðalega hamingjusamur með það. Fyrir nokkrum árum fann ég meira að segja einn í kassa í geymslunni en ég veit ekkert í hvaða kassa. Ég finn hann kannski aftur eftir 20 ár.
Nokkrum mánuðum eftir H-daginn varð árekstur í Stykkishólmi. Pabbi tók skýrslu af ökumönnunum en annar þeirra var karl á áttræðisaldri sem var í órétti. Sá gamli var ósáttur við hinn ökumanninn og kenndi honum um óhappið. Þá segir pabbi við hann " En þú veist það nú að það er komin hægri-umferð og þú ert í órétti, það er varúð til hægri". Undrunarsvipur kom á gamla manninn og hann svaraði; "Breyttist það líka??"
Lönd með hægri umferð eru merkt rauð en lönd með vinstri umferð eru merkt blá. Þó vinstri umferð sé í mikið færri löndum en hægri umferð er það samt svo að um 34% mannkyns býr í þeim löndum þar sem keyrt er vinstra megin. Þar munar miklu um mjög fjölmenn ríki eins og Indland og Indónesíu.
Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir.
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6959
Hægri umferð 40 ára gömul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | 26.5.2008 (breytt kl. 11:45) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 946010
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Góð athugasemd hjá þeim gamla.
Jóhann Elíasson, 27.5.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.