Íshellan á norðurheimskautssvæðinu sé að klofna!? Það er verið að tala um smá flís af ís sem er að losna frá strönd Ellesmere eyju!
Figure 1. October 21, 2003 image of the northern coast of Canada's Ellesmere Island, showing the location of the Ward Hunt Ice Sheet, which broke up in 200-2003, and the Ayles Ice Sheet, which broke away in August 2005. Image credit: NASA.
Það er ekki að koma neinum á óvart lengur að ísinn á norðurslóðum er að minnka. Það hefur hlýnað um 0.8 gráður sl. 100 ár, en hvaða upphrópun er þá þetta? Er þetta einhverskonar "Sko, ég sagði þetta!", frétt?
Við erum að tala um ísflís sem er svo lítil að hún sæist ekki á þessu korti
Ný sprungusvæði finnast á norðurheimsskautssvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 23.5.2008 (breytt 24.5.2008 kl. 01:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gúrkutíð
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.5.2008 kl. 23:11
Ef þetta er gúrkutíð hjá Mogganum þá er þetta gúrkublog hjá GuThGu.
Sannarleg ekkert twist í þessu ....
Hebbi tjútt, 23.5.2008 kl. 23:19
Já,auðvitað gúrkutíð, en ég velti fyrir mér með þessa vísindamenn....gúrkutíð hjá þeim líka? Finnst þeim full margir vera farnir að efast um gróðurhúsaáhrifin? Þarf að skerpa á línunum? Hamra járnið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 23:50
Við munum fá mjög merkilega atburði á norðurpólnum þetta árið. Heimskautaísinn mun meira og minna bráðna fyrir haustið.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.5.2008 kl. 00:00
Ha? Eru ræktaðar gúrkur á norðurpólnum? Og alls konar landbúnaður (gróðurhús) og iðnaður (hamra járnið) þar? Ja hérna.
B. De Voff (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 00:50
Gunnar, það er ekkert að ástæðulausu að menn eru farnir að velta fyrir sér nýrri siglingarleið norður fyrir Rússland. Þessi möguleiki var óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Þessir hlutir eru staðreynd og þá ber að virða því að bráðnun heimskautana er ekkert svo lítill hlutur. Það getur vel verið að þessi frétt sé sleginn upp sem einhver æsifrétt en enn og aftur, af hverju ættu menn að vera að leika sér að tala um manngerð gróðurhúsaáhrif. Mun sennilegra að hagsmunahópar með fjármagnið séu að draga úr þessu eins og t.d. olíufélög, bílaframleiðendur og fleiri. Líklegast eru færri fjármagnseigendur sem hafa hag af því að fjármagna umræðu um gróðurhúsaáhrif, ekki satt?
Pétur Kristinsson, 24.5.2008 kl. 01:00
Það eru ekki margir loftslagsvísindamenn sem geta gert sér vonir um vinnu hjá olíufélögum. Þeir verða að leita annað til að fjármagna sig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 01:03
Svo er ég bara að benda á að það sem vísindamenn segjast vera að uppgötva núna, er ekkert verið að uppgötva núna. Auk þess sem fréttin er arfavitlaus:
"Vísindamenn segjast hafa fundið ný sönnunargögn sem bendi til þess að íshellan á norðurheimskautssvæðinu sé að klofna".
Og svo kemur:
"Margar sprungur fundust sem ná yfir um 16 km langt svæði"
Þetta svæði er 800 km. frá norðurpólnum. Hverslags bull er þetta?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 01:20
Ég bætti einni mynd við færsluna til þess að sjá þetta í stærra samhengi. Á þessu svæði hefur orðið hvað mest hlýnunin á allri jarðarkringlunni undanfarna áratugi. Þar er ísbjörnum einmitt að fjölga! Ekki að drukkna, eins og Al Gore falsaði svo eftirminnilega í hræsnisfullri áróðursmynd sinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 01:37
Norðurísinn sem liggur eins og gefur að skilja suður af norðurpólnum. Þar af leiðandi getur verið að þetta íssvæði sé hluti af þvi svæði. 800 km. er ekki löng vegalengd svona svipað og frá Reykjavík og til Reyðarfjarðar.
Ísbjörnum getur verið að fjölga en stofn með undir 40.000 dýrum telst vera í útrýmingarhættu, þannig er það bara. Og líka það að þeirra lífsviðurværi byggist á veiðum á ís en það er enginn að segja að hann geti ekki aðlagast en engu að síður er hann í þessari hættu.
Pétur Kristinsson, 24.5.2008 kl. 01:56
Dýrin eru reyndar um 25 þúsund en voru um 5 þúsund á 6. áratugnum.
Það eru ekki nema um 400 km í loftlínu milli Rvk og Reyðarfj.
En vissulega er ís á norðurslóðum að bráðna og útlit fyrir að siglingaleiðir opnist þarna, en það breytir ekki því að þetta er einkennileg frétt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 02:49
Alveg sammálaðér, Gunni beib, þetta er smá ræfilsleg ísflís sem dygði ekki í annað en að kæla upp í viskýglasinu hjámannisko.. *hikk og *blikk
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 04:41
Annað sem ég var að velta fyrir mér varðandi þessar myndir. Sú fyrri sýnir ísinn árið 2003 og hin seinni árið 2005. Þetta virðist vera ný frétt þannig að það hefði verið forvitnilegt að sjá hvað raunverulega er að valda þessum mönnum áhyggjum. Ég hef ekki trú á því að þetta sé stormur í vatnsglasi enda er engum vísindamanni heiður af því að koma með einhverjar æsifréttir.
Pétur Kristinsson, 24.5.2008 kl. 12:00
En þetta er ekki ný frétt, bara endurvinnsla alarmistanna
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 14:07
Það má vel vera að frétt sem byggist á gögnum frá því í febrúar í ár sé ekki ný en hitt er augljóst að myndir þínar eru orðnar úreltar miðað við hana. Hér eru nánari upplýsingar um þetta mál.
Matthías
Ár & síð, 24.5.2008 kl. 15:49
Já já, haldið bara áfram að halda lífi í glæðunum
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 16:55
Síðastliðinn vetur var sá kaldasti í 40 ár víða í Bandaríkjunum og Kanda. Mjög kalt víðar. Sjá hér frá 23. maí.
Svo eru það loftslagsbreytingar á Júpiter. Sjá Jupiter's Spots Disappear Amid Major Climate Change og hér. Merkilegt að það skuli líka hafa hlýnað á Júpiter. Mannana verk, eða eitthvað annað?
Ágúst H Bjarnason, 24.5.2008 kl. 23:16
Spennandi vangaveltur og endastungur hér kvöld eftir kvöld bara.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.5.2008 kl. 00:12
Sæll félagi,
Ég vildi bara benda Ágústi á að megnið af hitaorku Júpíters kemur frá Júípter sjálfum, ekki utanað.
Hvað varðar þessa frétt, þá finnst mér hún nú frekar þunnur þrettándi. Hinsvegar þá hafa þessar íshellur talsverð áhrif vegna þess að þær takmarka rennsli skriðjökla til sjávar og þar með hafa þær stemmandi áhrif á það hversu mikið af ís bætist í höfin. Ís sem er í sjó hefur mjög lítil áhrif á hækkun yfirborðs sjávar þegar hann bráðnar þar sem aðeins 1/10 af rúmmálinu bætist við. Ís sem skríður af landi út í sjó bætir hinsvegar 90% af rúmmáli sínu við rúmmál hafsins. Menn tóku fyrst eftir því að skriðjöklar tengdir íshellum hertu verulega á sér þegar Larsen-B brotnaði upp árið 2002. Mælingar sýndu að skriðjöklarnir í kringum Larsen-B hertu á sér svo um munaði eftir að hún brotnaði upp og hefur hraði skriðjöklanna mælst allt að 8 sinnum meiri en áður en íshellan fór að brotna. Þetta þýðir að mun meiri ís bætis í hafið, sem hefur síðan áhrif á yfirborð sjávar, hvort sem ísinn bráðnar eða ekki. Ísinn á norðuríshafinu er mjög þunnur og þó hann bráðnaði allur hefði það lítil áhrif á heilda yfirborð sjávar. Hinsvegar mun það hafa áhrif á hlýnun norðuríshafsins vegna þess að ísinn endurkastar ekki lengur sólarljósinu.
Það er að mörgu að hyggja í þessum efnum og mér finnst allt of margir ræða þessi mál af afskaplega litlu innsæi og í einhverjum pólitískum meiningum sem eru heimskulegar og ekki til þess að neinn maður með viti ætti að apa það eftir
Kveðja frá Texas,
Arnór Baldvinsson
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 05:30
Arnór, sjávarís sem bráðnar, bætir ENGU við rúmmál sjávarins. Ís í vatni riður frá sér jafn miklu rúmmáli og er í honum af vatni. Þú getur sannreynt þetta sjálfur með því að láta klaka bráðna í vatnsglasi.
Hins vegar er hlýr sjór fyrirferðarmeiri en kaldur og einhver örlítill rúmmálsmunur er á söltu og ósöltu vatni ef ég man rétt, en þetta samanlagt nær ekki nærri því 1/10 í rúmmálsaukningu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.5.2008 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.