Silki Terrier tíkin okkar hún Dúfa, er nú búin að vera hjá okkur í tæpar 4 vikur. Það gengur illa að fá hana til að pissa úti þegar kalt er í veðri. Henni er afar illa við að kaldir vindar blási um klobbann sinn
Sambúðin við síamsköttinn Dúmbó, sem búinn er að vera á heimilinu í tæp 4 ár, gengur eins og í lygasögu. Það tók þau ekki nema 2 daga að verða ágætir vinir. Þau leika sér mikið saman og kötturinn siðar þá litlu til ef honum finnst hún ganga of langt í ærslunum. Stundum bregður okkur í brún þegar kötturinn verður illilegur á svipinn og heggur í þá stuttu með sínum ógurlegu vígtönnum. Þá verður Dúfa skelkuð og hrökklast undan með ýlfri en það sér ekkert á henni, Dúmbó passar sig á því. Dýrin vita nokk hvernig á að aga ungviðið. Tíkurnar gera þetta líka við hvolpa sína og mun harkalegar reyndar en ég hef séð Dúmbó gera. Oft er nóg fyrir Dúmbó að rymja ólundarlega ef hann vill engin læti, vill t.d. fá matarfrið.
Ég get stundum verið óttalegt sófadýr og mér finnst gott að liggja í sófanum þegar ég horfi á sjónvarpið. Dúfa er mjög félagslynd og þegar hún er í ró þá vill hún kúra hjá manni upp í sófanum, en liggur þá vanalega til fóta.
Um daginn stóð ég upp til að ná mér í eitthvað og litla dýrið svaf til fóta. Þegar ég kom til baka, þá var sú stutta búin að koma sér þægilega fyrir í sömu stellingu og hún sér mig vanalega í. Ég mátti til með að smella mynd af því. Þegar hún fær að koma upp í rúm einhversstaðar, þá leggur hún stundum höfuðið á koddann alveg eins og við gerum, augljóslega að herma eftir því hvernig við liggjum í rúmunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 19.5.2008 (breytt kl. 10:09) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Snillingur, þetta tíkarskott.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.5.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.