Óvissuferð til Eskifjarðar

Starfsmannafélag Grunnskóla Reyðarfjarðar stóð fyrir óvissuferð fyrir starfsmenn og maka þeirra á föstudagskvöldið. Einu upplýsingarnar sem fólk fékk fyrir ferðina, var að klæða sig eftir veðri, vera í sæmilegum gönguskóm og hafa vasaljós meðferðis

001

002

Mæting var við grunnskólann kl. 18.00. Allir höfðu fylgst spenntir með veðurspánni alla vikuna og hún var ekki glæsileg því spáin hljóðaði lengst af upp á 2ja stiga hita og slyddu. En raunin varð 7-8 stiga hiti, hægviðri og bjart með köflum.

Svo var haldið af stað í rútu þegar fólk hafði þegið startvökva og til þess að plata okkur smávegis í byrjuninni þá lá leiðin fyrst í vestur út úr bænum en á hringtorginu (hinu eina á öllu Austurlandi) í útjaðri bæjarins var tekin 180 gráðu stefnubreyting og stefnan tekin í átt til Eskifjarðar.

006

Við komuna til Eskifjarðar tók á móti okkur við Randulfs sjóhús sem byggt  var árið 1890, Sævar Guðjónsson, sonur "Hákarla Guðjóns" á Eskifirði. Sævar rekur ásamt konu sinni rómað ferðaþjónustufyrirtæki Mjóeyri http://mjoeyri.is/  Sævar tók á móti okkur á þjóðlegan hátt með gamlan sjóhatt og sagði okkur frá sögu hússins sem gert hefur verið að frábæru sjómynjasafni.

004

Hildur og Ásta með Sævari fyrir utan Randulfs sjóhús.

007

Hópurinn utan við sjóhúsið.

009

Boðið var upp á hákarl, brennivín og harðfisk þegar inn var komið. Jói Deddi stendur við árabát og ýmis gömul veiðarfæri en gömul saga verbúðarlífs á Íslandi á öndverðri 20. öld,  beinlínis lyktar um allt húsið

Óvissuferð 058

 Ekki veit ég hvort Björgvini Þórarinssyni og Þóroddi Helgasyni hafi orðið eitthvað ómótt við veitingarnar. Nei,... þeir voru bara að máta kojurnar uppi á lofti Grin Þarna fleygðu dagróðramennirnir sér að loknu erfiði dagsins, fyrir um 100 árum síðan. Mjög skemmtileg stemning er inni í húsinu og margt forvitnilegt að skoða.  

019

Frábær götumynd er við sjávarsíðuna á Eskifirði. Þarna var byrjað að halda við og vernda gömul hús, löngu áður en það komst í tísku í Reykjavík. Nú vilja einhverjir menningarvitar halda í ónýta og jafnvel ljóta hjalla við Laugaveg, og kosta til þess hundruðum miljóna króna af skattpeningum Reykvíkinga. "Other peoples money".

021

Upplýsingaskilti um síðustu aftökuna á Austförðum, á Mjóeyri.

Óvissuferð 071

Næst var haldið að Helgustaðanámu, frægustu jarðefnanámu á Íslandi, en þar var silfurberg unnið í stórum stíl um margra áratuga skeið og allt fram undir seinni heimsstyrjöld. Þýskir vísindamenn voru afar áhugasamir um silfurbergið og notuðu hinn hreina kristal í berginu í linsur á smásjám. Þarna er hópurinn á leið inn í námuna. Náman er í 5-10 km. fjarlægð og utan við Eskifjörð.

Óvissuferð 079 (2)

 Gústi, Heiðar og Björn Sumarliði á leið í námuna

Óvissuferð 075

Sævar fararstjórinn okkar hafði mokað út munnann fyrr um daginn svo við kæmumst inn. Það var auðséð að töluvert var fyrir okkur haft. Sævar er mjög skemmtilegur leiðsögumaður og ég mæli sterklega með honum og fyrirtæki hans fyrir áhugasama ferðamenn sem vilja kynnast Fjarðabyggð. Endilega skoðið heimasíðu Mjóeyrar, sem ég vísa í hér að ofan. Feiklega fjölbreytt úrval afþreyingar er í boði hjá fyrirtækinu.

Óvissuferð 080

Haldið inn í námuna.

Óvissuferð 083

Tveir óþekktir rassar framundan.

Óvissuferð 092

Hildur og Rannveig Jónína glaðbeittar á svip.

Óvissuferð 095

Náman er nokkrir tugir metra á lengd og á um helmingi leiðarinnar þarf að bogra til þess að komast leiðar sinnar. Einar, Alli og Linda

Óvissuferð 107

Þura og Inga Lára

Óvissuferð 118

Ég og Gústi á leiðinni til baka.

035

036

Upplýsingar um Helgustaðanámu.

037

Að lokinni hellisskoðunarferðinni var slegið upp veislu í gamla Austrahúsinu á Eskifirði. Dýrindis lambasteik með öllu tilheyrandi. Frábær matur og allir orðnir vel lystugir.

046

Fíflagangur er bráð nauðsynlegur í ferðum sem þessum. Tinna og Siggi KR-ingur bregða á leik eftir matinn.

  052

Óvissuferðinni lauk svo hjá hluta hópsins á Kaffi Kósý, pöbbnum á Reyðarfirði, þegar við komum til baka um miðnætti. Þarna er Ásta skólastjóri ásamt kennurunum Lóló og Bryndísi í góðum fíling.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill hjá þér Gunni, enda eftirminnileg ferð og óhætt að mæla með ferðaþjónustunni á Mjóeyri.

Hildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Skemmtilegar myndir. Það er alveg frábært starf sem þau á Mjóeyrinni eru að vinna.

Sóley Valdimarsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir Hildur. Já þetta var frábær ferð og Sævar var alveg frábær.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sóley, Eskfirðingar geta verið stoltir af bænum sínum

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gaman að sjá þetta.. þó ekki sé laust við að hafi flogið yfir nettur svimi þegar ég sá þá Gústa, Heiðar og Björn Sumarliða brokka alla þrjá saman á leið í Helgustaðanámuna...

En takk fyrir kveðjuna, Gunnar minn. JPE átti sér fáa líka.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skemmtileg frásögn og fínar myndir. Gaman að lesa. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.5.2008 kl. 23:14

7 identicon

Það var nú óþarfi að minnast á KR!

viðar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband