Einhversstaðar heyrði ég að svona langhundar væru stundum kallaðir pulsuhundar en ég held samt að "hot dog" sé ekki komið af því. Hundar sem ráðast á menn og bíta þá að ástæðulausu, á skilyrðislaust að aflífa. Slíkum hundi er aldrei hægt að treysta aftur, ekki einu sinni konunglegum hundi.
Sannkallaður hot dog!
Dúmbó og Dúfa eru orðnir perluvinir og hjúfra sig stundum að hvoru öðru. Kötturinn virðist algjörlega vera búinn að taka litlu tíkina í sátt og þau leika sér mikið saman. Hann þarf ekki lengur að kvæsa á hana þegar hann vill hætta, heldur umlar eitthvað og sú stutta virðist skilja hvað það þýðir. Alveg magnað. Dúmbó verður 4ra ára í ágúst, en það er greinilegur kettlingur í honum ennþá Mér var sagt að ef maður gelti ketti snemma, þá yrðu þeir síður feitir og latir og sú er raunin með Dúmbó.
Ég keypti fleti í dag handa Dúfu, en ég reikna með því að kötturinn fái afnot af því líka
Langhundur læsti tönnum í lífvörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 8.5.2008 (breytt kl. 17:24) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 945748
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
- Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
- Kraftaverk á Kleppsvegi en samt ...
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
- Skilvirknisráðuneyti
- Frelisskerðingar og lokunaraðgerðir covid-þríeyksins
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
Athugasemdir
Heyrðu! Það vantar á hann hráa og steikta laukinn, tómatsósuna, majonesið og rauðkálið!
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 8.5.2008 kl. 17:30
Krúttleg sambúð hjá Dúmbó og Dúfu, svona einhvernvegin: öll dýrin í skóginum vinir og ekkert dýr étur annað dýr.
Sóley Valdimarsdóttir, 8.5.2008 kl. 18:08
Þú húðlita bjargráð, þú innyflum útfyllta sin;
Undirlögð margræðum sósum, á laukstráðu beði.
Af algleymisfögnuði langþráðum logar mitt gin
er ljúkast um enda þér titrandi varir, af gleði.
(stolið af baggalutur.is)
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 18:24
Ég sé ekki betur en það fari afskaplega vel um loðdýrin þín þarna á þessari fínu lopapeysu.
Já, og vísan sko engin dónaskapur heldur. Mér fannst að vísu annarri línunni hálfpartin ofaukið en það er sjálfsagt smekksatriði eins og annað.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.5.2008 kl. 21:39
Undirlögð hlykkjóttum æðum á kafloðnu beði
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 22:58
Hahah já eða þannig. Bestar berar bara. Beint af skeppnunni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.