Einhverntíma sá ég á blogsíðu Snorra Bergssonar skákmanns og sagnfræðings, gælunöfn nokkurra skákmanna á Íslandi. Mig minnir að Björn Þorfinnsson sé kallaður Húnninn (sb. bjarnarhúnn, held ég, varla hurðarhúnn )
Mér er minnisstætt þegar ég tók þátt helgarskákmóti á Egilsstöðum fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Bróðir Björns, Bragi, var þar á meðal keppenda, þá um 12-13 ára gamall. Ég dróst á móti honum og þegar strákurinn settist á móti mér með bland í poka í höndunum, frekar lítill eftir aldri, þá var ég ákveðinn í að reyna að komast skammlaust frá viðureigninni. Ég vissi að strákurinn var þræl sleipur, enda einn efnilegasti skákgutti landsins. Skemmst frá að segja, þá rúllaði hann mér upp á háðuglegan hátt.
Ég tefldi einnig á móti Helga Ólafssyni stórmeistara, og gekk í rauninni betur á móti honum fannst mér. Komst þokkalega út úr byrjuninni en þegar líða tók á miðtaflið settist Helgi í þunga þanka og hugsaði í dágóða stund. Skákirnar voru með 25 mínútna umhugsunartíma og ég var farinn að gera mér vonir um að Helgi myndi lenda í tímahraki með þessu áframhaldi. Svo lék hann og ég svaraði skömmu seinna grunlaus. Í framhaldinu virtist Helgi leika að því er virtist án umhugsunar, en þá var hann auðvitað búinn að hugsa þetta til enda nánast, í þungu þönkunum. Staða mín hrundi á undraskömmum tíma og ég lagði niður vopnin. Skemmtileg upplifun engu að síður
Björn Þorfinnsson nýr forseti Skáksambands Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
Athugasemdir
Ég veit ekki betur en Björn Þorfinnsson sé sonar sonur Björns Pálsonar fv. Alþingismanns frá Löngumýri A- Húnavatnssýslu. Í skjaldarmerki A-Hún. er ísbjarnabirna með tvo húna. Kannski er gælunafnið ættað þaðan.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2008 kl. 23:18
Einmitt það já, takk fyrir þetta Axel
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 00:10
Takk fyrir þetta Benedikt. Já Torfi er greinalega ekki sáttur við þróun mála varðandi skákina á Íslandi. Mér fannst hann nú hafa sitthvað til síns máls varðandi árangur og styrk íslenskra skákmanna undanfarin ár.
Ég gleymdi að setja inn í könnunina bæði höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Virðis ekki vera hægt að bæta því við eftirá. Verð bara að biðjast afsökunar á þessu
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 15:29
Hey!... ég fæ ekki að setja lengur inn athugasemdir hjá Torfa fyrir það eitt að kalla eftir brandaranum!! Á maðurinn við andlega erfiðleika að stríða?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 16:02
Hehe, hann kvartar manna mest yfir ritskoðun og heftingu á málfrelsi. En ég er líka í banni!
Hann hefur t.d. verið að hringja út um allan bæ og kvarta yfir að hafa verið settur í bann á http://www.taflfelag.is/spjall.
Það er reyndar rangt, því skráning hans var ófullnægjandi og fékk því að fjúka, en ég leiðrétti hann ekki þegar hann hélt að hann væri í banni.
En Torfi sjálfur beitir "ritstiðun", eins og Gunzó orðaði það. :)
En rétt Gunnar, Torfi á við andlega erfiðleika að stríða, amk að mínu mati.
Snorri Bergz, 4.5.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.