Ísland er ekki eyland

Ekki í skilningnum um (ó) mannlega hegðun. Það er ekki vafi á því að feður hafa getið börn með dætrum sínum hér eins og annarsstaðar. En ég vona samt að þjóðfélagið fari ekki í móðursýkiskast yfir svona fréttum. Mér fannst örla á því fyrir nokkrum árum, þegar syfjaspellsmál voru mikið í umræðunni. Umræðan beindist sterkt gegn öfum, er fréttir bárust af slíkum syfjaspellsmálum. Svo heiftarleg varð umræðan, að ég heyrði af afa nokkrum sem veigraði sér við að hossa barnabarni sínu á kné sér, af ótta við að það yrði misskilið.

Ef Austurríkismálið hefði verið í skáldsögu, þá hefði hún verið afskrifuð sem "of" mikil fabúlering, ótrúverðugt bull, sem fáir hefðu nennt að lesa.

HÉR er myndband af Josef Fritz að skemmta sér í Thailandi árið 1988 með vini sínum. Þá hafði hann haft dóttur sína innilokaða 4 ár í kjallaranum. Glaðlegur og hamingjusamur kall að sjá á myndbandinu Crying


mbl.is Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hver ætli að hafi fært Elísabetu og börnunum mat o.þ.h., á meðan á Tælandsferð stóð?  Hann fór nokkrum sinnum til Tælands kallinn.  Ekki hefur dóttirin hún Elísabet labbað sig út í búð sjálf til að kaupa í matinn.  Þetta verður alltaf dularfyllra og dularfyllra.

Sigurbjörn Friðriksson, 1.5.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það kemur fram í fré á Vísir.is að hann hafi skilið eftir byrgðir sem dugðu í 2 vikur handa þeim.

Góða ferð til Tælands Páll, örugglega rosalega gaman þar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband