Silki Terrier

Jæja, þá er komin Silki Terrier tík á heimilið. Ásta fékk hana í afmælisgjöf í gær. Við höfðum mestar áhyggjur af því að kongurinn á heimilinu, hann Dúmbó síamskötturinn okkar, myndi ekki samþykkja þennan nýja fjölskyldumeðlim. Það virðist þó ætla að ganga vonum framar þó Dúmbó sé svolítið ráðvilltur á svip. Hann er búinn að hvæsa einu sinni á hann, þegar sú stutta sem hefur hlotið nafnið Dúfa, kom í sakleysi sínu full glannalega að Dúmbó. Dúfa varð felmtri slegin við hvæsið og hljóp ýlfrandi í burtu. LoL

DSC05034

Eyrún alsæl með Dúfu

DSC05025

Afmælisbarnið og eigandi Dúfu með prinsessuna í fanginu og "kóngurinn" þefar af Dúfu í gegnum millistykki.

DSC05036

Dúmbó vildi halda sig til hlés til að byrja með. Skoðar þetta furðufyrirbæri úr hæfilegri fjarlægð. En nú er þau farin að þefa af hvoru öðru, en það má ekki á milli sjá hvor er hræddari við hvern. Bæði á varðbergi en kannski verða þau farin að kúra hjá hvoru öðru innan skammas. Ég vona það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þetta eru fallegt dýr og verða örugglega perluvinir áður en varir...
Gleðilegt sumar!

Brattur, 24.4.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Brattur og gleðilegt sumar sömuleiðis. Yndisleg dýr!

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

GLEÐILEGT SUMAR GUNNAR OG ÞAKKA ÞÉR FYRIR VETURINN.  Það er alveg öruggt að ef ég bregð mér héðan af STÓR-HAFNARFJARÐARSVÆÐINU og austur á REYÐARFJÖRÐ þá leita ég þig uppi.

Jóhann Elíasson, 24.4.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það Jóhann og sömuleiðis. Vertu velkominn!

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband