Samúð byggð á misskilningi

Sú samúð sem vörubílstjórar hafa fengið frá þjóðinni fer nú hratt minnkandi og hefur verið byggð á truckdrivermisskilningi hingað til. Vörubílstjórar eru ekki að berjast fyrir hagsmunum almennings eins og margir virðast halda. Þeir eru heldur ekki í launabaráttu og ef þeir fá eitthvað af kröfum sínum framgengt, þá hefur það ekkert með hagsmuni launamanna í stéttinni, að gera. Frekar að hagsmunir launamannanna verði fyrir borð bornir, ef kröfur atvinnurekandanna um að rýmka ákvæði um hvíldartíma verða að veruleika.

Ég hef sagt það áður, og segi það enn: Nú er nóg komið, bílstjórar!

 


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þeir eru að berjast meðal annars fyrir lækkuðu olíuverði og lækkað olíuverð er svo sannarlega mál allflestra íslendinga. Ég er reyndar sammála þér að ekki eigi að breyta hvíldartímanum en bara það að einhverjir hérna séu farnir að rísa á afturlappirnar til þess að mótmæla þessari fáránlegu dýrtíð hér á landi er bara jákvætt.

Leyfum ríkisstjórninni að finna fyrir óánægju okkar og þá verður vonandi eitthvað gert í okkar málum.

Pétur Kristinsson, 24.4.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sjálfsagt mál fyrir almenning að mótmæla hinu og þessu, svo framarlega sem það setur ekki aðra borgara í hættu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband