Þegar ég sá þessa frétt, að 65 ár eru liðin frá gyðingauppreisninni í Varsjá, varð mér strax hugsað til upplifunar minnar í fyrrasumar. Ég ferðaðist um Pólland í júní í fyrrasumar í skemmtilegum hóp kennara Grunnskóla Reyðarfjarðar og maka þeirra. Ég bloggaði ferðasöguna með miklu af myndum, eftir að ég kom heim.
HÉR er bloggið um heimsóknina í gyðingahverfið í Krakow. Um 60 þús. Gyðingar voru í Krakow í upphafi seinna stríðs og voru þeir um fjórðungur íbúa borgarinnar. Aðeins 5% Gyðinganna lifðu stríðið af eða um 3.000 manns.
HÉR er bloggið um heimsóknina í Auschwitz. Ein magnaðasta upplifun sem ég hef átt á ferðalögum erlendis um ævina.
Eins og áður sagði þá setti ég mikið af myndum inn með blogginu. Við fengum afbragðs leiðsögukonu sem sýndi okkur Auschwitz og tilfinningarnar sem brutust fram hjá mér við að sjá þetta allt með berum augum, eru eiginlega ólýsanlegar. Stundum risu á mér hárin, fékk kökk í hálsinn og stundum var eins og maður gleymdi að anda.
Af þeim mörgu áhrifaríku myndum sem ég tók í þessari skoðunarferð og eru í blogfærslunni sem ég vísa í hér að ofan, staldraði ég við þessa þegar ég var að skoða þetta á ný og ákvað að setja hana inn í þetta blogg. Hún er tekin á hinu fræga lestarspori sem flutti gyðingana inn í Auschwitz-Birkenau búðirnar. Margir gesta þarna voru augljóslega gyðingar, sumir háaldraðir sem e.t.v. áttu nána ástvini sem létu þarna lífið. Kannski voru einhverjir þeirra sjálfir þarna, hver veit. Ég sá nokkur ellihrum gamalmenni setja blóm á tiltekna staði. Þegar ég rakst á þennan krans á lestarteinunum, þá varð mér eiginlega öllum lokið eftir þann tilfinningalega rússibana sem ég hafði upplifað þennan morgunn í Auschwitz.
Um 1,1 miljón gyðinga voru myrtir í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, sem voru þær afkastamestu í seinni heimsstyrjöldinni. Auk þess voru mörg önnur voðaverk framin á föngum þarna, eins og t.d. hrikalegar læknisfræðilegar tilraunir á fólki.
65 ár frá uppreisn gyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd
- Draga upp ranga mynd
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Segja flugbraut Reykjavíkurflugvallar ekki örugga
- Gaukurinn breytist: Rokkið hörfar fyrir danstónlist
- Ísland mun styðja við uppbyggingu í lok stríðs
- Heimilisköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
- Stefnt að því að auka ekki útgjöld á árinu
- Lét soninn horfa á meðan hann braut gegn móður hans
- Breytt fyrirkomulag til Bretlands: Aukið öryggi
- Þyngra en tárum taki
- Bíðum eftir næsta atburði
- Ekki hægt að opna skíðasvæði Tindastóls
Erlent
- Hleypt úr fangelsum til að berjast við eldana
- Bandaríkin bjóða 3,5 milljarða fyrir Maduro
- Myrti móðurina og krefst forræðis barnsins
- 60 þúsund byggingar taldar í hættu
- Trump sekur án refsingar
- Guði sé lof, það var þarna enn
- Bregðast við: Framtíð Grænlands ræðst í Nuuk
- NATO sendir herskip á Eystrasalt
- Kanada verður aldrei 51. ríkið
- Pútín tilbúinn í viðræður við Trump
Viðskipti
- Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
- Ný Tesla Y kynnt
- Kvika spáir í stýrivextina
- Óljóst regluverk áskorun í rekstri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.