Gyðingagettóið í Krakow og Auschwitz

Þegar ég sá þessa frétt, að 65 ár eru liðin frá gyðingauppreisninni í Varsjá, varð mér strax hugsað til upplifunar minnar í fyrrasumar. Ég ferðaðist um Pólland í júní í fyrrasumar í skemmtilegum hóp kennara Grunnskóla Reyðarfjarðar og maka þeirra. Ég bloggaði ferðasöguna með miklu af myndum, eftir að ég kom heim.

HÉR er bloggið um heimsóknina í gyðingahverfið í Krakow. Um 60 þús. Gyðingar voru í Krakow í upphafi seinna stríðs og voru þeir um fjórðungur íbúa borgarinnar. Aðeins 5% Gyðinganna lifðu stríðið af eða um 3.000 manns.

 HÉR er bloggið um heimsóknina í Auschwitz. Ein magnaðasta upplifun sem ég hef átt á ferðalögum erlendis um ævina.

Eins og áður sagði þá setti ég mikið af myndum inn með blogginu. Við fengum afbragðs leiðsögukonu sem sýndi okkur Auschwitz og tilfinningarnar sem brutust fram hjá mér við að sjá þetta allt með berum augum, eru eiginlega ólýsanlegar. Stundum risu á mér hárin, fékk kökk í hálsinn og stundum var eins og maður gleymdi að anda.

blóm-á-teinum

Af þeim mörgu áhrifaríku myndum sem ég tók í þessari skoðunarferð og eru í blogfærslunni sem ég vísa í hér að ofan, staldraði ég við þessa þegar ég var að skoða þetta á ný og ákvað að setja hana inn í þetta blogg. Hún er tekin á hinu fræga lestarspori sem flutti gyðingana inn í Auschwitz-Birkenau búðirnar. Margir gesta þarna voru augljóslega gyðingar, sumir háaldraðir sem e.t.v. áttu nána ástvini sem létu þarna lífið. Kannski voru einhverjir þeirra sjálfir þarna, hver veit. Ég sá nokkur ellihrum gamalmenni setja blóm á tiltekna staði. Þegar ég rakst á þennan krans á lestarteinunum, þá varð mér eiginlega öllum lokið eftir þann tilfinningalega rússibana sem ég hafði upplifað þennan morgunn í Auschwitz.  

Um 1,1 miljón gyðinga voru myrtir í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, sem voru þær afkastamestu í seinni heimsstyrjöldinni. Auk þess voru mörg önnur voðaverk framin á föngum þarna, eins og t.d. hrikalegar læknisfræðilegar tilraunir á fólki.

 

 


mbl.is 65 ár frá uppreisn gyðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband