Gangnaæði undir sjávarmál virðist hafa gripið landann heljartökum. Nú má varla sjá vík eða skoru, þá vilja menn komast undir hana. Brýr bjóða upp á athyglisverðar hugmyndir í arkitektúr og verkfræði. Göng eru bara göng og verða seint eitthvað fyrir augað. Auk þess eru göng mun dýrari lausn, þó stundum séu þau reyndar líka eina raunhæfa lausnin, líkt og með Hvalfjarðargöng.
Þessar brýr eða brúahönnun eru í flokki "Cable Stayed Bridges". Ekki veit ég hvað þetta heitir á íslensku. Víravirkisbrýr? HÉR má sjá margar gerðir brúa og gaman að skoða.
Stórglæsileg brú í Króatíu. Myndina tók ég traustataki af einhverju blogginu. Væri ekki fallegt að sjá svona mannvirki við sundin blá? Margar stórborgir hafa brú sem sitt aðalsmerki og skreyta póstkort og mynjagripi með þeim. Hvar væri rómantík Frisco án Golden Gate?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946011
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
Athugasemdir
Svona brú yrði flott á Reyðarfirði. San Francisko Íslands
Þórhildur Daðadóttir, 15.4.2008 kl. 11:22
Já hún yrði flott þar.... bara lítil not fyrir hana
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 11:26
Það er mikið rétt hjá þér að "göng eru bara göng og verða seint eitthvað fyrir augað" en er það ekki einmitt einn af stóru kostunum við göng? Með þeim má koma í veg fyrir sjónmengun á yfirborði. Því minna sem samgöngumannvirki eru sýnileg því betra. Því minna sem við breytum ásýnd jarðarinnar því betra. Göng hafa í flestum tilfellum alla kosti fram yfir brýr.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:38
Finnst þér Björn að brúin í Króatíu skemmi umhverfið? Golden Gate brúin í Frisco?
Það er auðvitað til svæði þar sem mannanna verk eru óæskileg, en í þéttbýli er erfitt að komast hjá raski
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 11:49
Og væntanlega er þetta mun veðursælli staður en við sundin í RVK. Er að vinna mjög nálægt þeim stað sem mögulegt brúarstæði verður og þeir verða allnokkrir vetrardagarnir þar sem ekki yrði gaman að fara þarna yfir. En þetta yrði ekki vandamál í jarðgöngum og talandi um kostnaðinn að kostnaður við jarðgangagerð fer lækkandi nánast með hverju árinu og kannski verður ekki svo mikill munur milli brúargerðar og gangagerðar þegar til framkvæmda kemur.
Pétur Kristinsson, 15.4.2008 kl. 20:52
Ef það verður vandamál að fara þarna yfir á brú í óveðri, þá er einfaldlega ekkert ferðaveður. Nokkra slíka daga fá landsmenn á hverju ári.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 22:22
Ertu þá að segja að af því að aðrir landsmenn þurfi að þola ófærð nokkra daga á ári að þá eigi það líka að vera svoleiðis í RVK? Skrýtinn rök þar sem að það er til lausn á vandamálinu og þó svo að hún sé dýrari að þá tel ég að það sé lausnin en ekki næstbesti kosturinn sem að í þessu tilfelli er brúin.
Pétur Kristinsson, 15.4.2008 kl. 22:41
Ég er alls ekki að segja það Pétur. En veðuröflin eru bara þannig á Íslandi, að meira að segja í Reykjavík getur orðið ófært og ekkert ferðaveður. Eflaust eru það færri dagar á Suð-Vesturhorninu en víðast annarsstaðar á landinu. Þó held ég að þar muni ekki ýkja miklu nema á hálendis og fjallvegum.
Þegar þú segir að "þeir verða allnokkrir vetrardagarnir þar sem ekki yrði gaman að fara þarna yfir" , þá skiptir töluverðu máli hvort við séum að tala um 2 eða 10 daga á ári. Ég hallast að lægri tölunni, svona að meðaltali.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 22:58
Sammála Birni. Því minna sem mannvirkið er áberandi því betra. Mikið vildi ég að megnið af raflínunni frá Kárahnjúkum til Reyðarfjarðar hefði farið í jörð. Þetta er engin fegurð í náttúrunni, síður en svo.
Haraldur Bjarnason, 15.4.2008 kl. 23:25
Mér skilst að það hafi nánast verið tæknilega óframkvæmanlegt, að leggja línuna í jörð alla leið. Auk þess sem orkutapið hefði orðið of mikið og þá hefði Kárahnjúkavirkjun verið of lítil fyrir álverið. En vissulega hefði mátt skoða það betur að setja línurnar einhverja hluta leiðarinnar í jörð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 23:52
Tæknilega er það ekkert mál en kostaðurinn er margfaldur. Ég man ekki hve margfaldur, hvort það er tíu sinnum dýrara eða hvað..... en sammála þér að það hefði átt að setja þetta í jörð, í það minnsta þar sem línan er mest áberandi.
Haraldur Bjarnason, 16.4.2008 kl. 00:05
Ég hef nú ósköp lítið vit á rafmagni en hef þó aðeins lesið um hve flókið það er tæknilega að leggja háspennulínur í jörð. T.d. er lengsta 400 kv jarðlína í heiminum ekki nema um 40 km. löng. Eitthvað auðveldara er samt við 220 kv háspennulínur að eiga. Og svo vóg orkutapið einnig þung.... og kostnaðurinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 00:45
Já, Gunnar, mér finnst brúin í Króatíu skemma umhverfið ... og það mikið. Þá finnst mér Golden Gate í Friskó skemma sitt umhverfi einnig og það mikið. Mikil sjónmengun af þessum mannvirkjum og göng mun umhverfisvænni í alla staði á þessum stöðum sem svo mörgum öðrum. Þá er skammarlegt Gunnar hve lítið við leggjum af háspennulínum í jörðu. Ef framkvæmdir bera ekki þann kostnaðarauka sem felst í því að leggja raflínur í jörðu ætti að sleppa framkvæmdunum.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 07:50
Já, svona er smekkurinn misjafn
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.