Ég söng 1. og 2. bassa í karlakór við jarðarför í Langholtskirkju í dag. Borin var til grafar á 87. aldursári Ástvaldur Magnússon, Dalamaður og söngmaður mikill. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Ástvaldur og faðir minn, Gunnar Einarsson voru söngfélagar um margra ára skeið, m.a. í kvartettinum Leikbræðrum sem var vinsæll kvartett um miðja síðustu öld. Þeir sungu einnig saman í Karlakór Reykjavíkur og Breiðfirðingakórnum.
Bróðir minn, Einar Gunnarsson söng 1. tenór í jarðarförinni, en hann er margreyndur söngvari m.a. með Karlakór Reykjavíkur, Óperukórnum og víðar. Þetta var í fyrsta skipti sem við bræður syngjum saman opinberlega. Margir aðrir, og sennilega allir sem sungu þarna voru þaulvanir söngmenn úr ýmsum þekktum kórum. Mikill heiður fyrir mig að syngja með svona góðum söngvurum. Álftagerðisbræður spruttu svo út úr kórnum og sungu tvö Leikbræðralög, "Í Víðihlíð" og "Litla skáld". Afskaplega smekklega gert og trúir útsetningum laganna eins og þau voru í meðförum Leikbræðra. Sennilega er útsetning laganna úr höndum Carls Billich.
Kvartettinn starfaði frá 1945-1954. Sonur Ástvaldar er þjóðkunnur söngvari og útvarpsmaður, Þorgeir Ástvaldsson. Töluvert af fólki úr fjölmiðlaheiminum var viðstatt útförina og húsfyllir var í Langholtskirkju.
Já, ástæðan fyrir því að ég söng bæði 1. og 2. bassa var bara sú að ég þaulkunni línuna í 2. bassa í tveimur af fimm laganna, í "Kallið er komið" og "Hærra minn Guð til þín" og ég fékk bara hálftíma æfingu rétt fyrir útförina. Lærði 1. bassalínu á þremur lögum, ekki svo slæmt á hálftíma . Svo er afskaplega þægilegt að hafa öruggar og sterkar raddir allt í kringum sig Þá er ekki hægt að klikka á því.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 7.4.2008 (breytt kl. 23:47) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 11
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946179
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- RÚV flaggar mannréttindum, bara ekki skipstjórans
- Gaza
- Situr Þorbjörg áfram með hendur í skauti við sama heygarðshornið?
- Gjörningaveður Galdra-Villa
- Dagur B. á að rannsaka starfsmenn Dags B. sem bera ábyrgð á talningu atkvæða fyrir Dag B
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbúnaðinum eins og Framsókn hefur gert
- -jarmijarmijarm-
- vók + trömp = strók
- -orðskýring-
- Förum ekki inn í brennandi hús
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.