Mér finnst það með ólíkindum að ráðherrann hafi greint frá því að unnið væri að úrlausn í sambandi við hvíldartíma bílstjóra, en að öðru leiti fannst talsmanni vörubílstjóra fundurinn með ráðherranum gagnslaus.
Vökulög sjómanna voru sett á með lögum frá Alþingi árið 1918 og þóttu bylting í verkalýðsbaráttu sjómanna á þeim tíma. Sveinn Ingi Lýðsson ökukennari er með ágætan pistil um nokkrar staðreyndir um aksturs og hvíldartíma atvinnubílstjóra Ég skora á fólk að lesa það.
Auglýsingaherferð hefur verið í gangi í sjónvarpi undanfarið um að ökumenn ættu að passa sig að aka ekki of þreyttir, mjög góðar auglýsingar að mínu mati. Það er ekki bara að þeir gætu drepið sjálfan sig á því, þeir gætu drepið aðra í leiðinni.
Það er út í hött að rýmka reglur um hvíldartíma atvinnubílstjóra. Ef það verður gert, þá mæli ég með að almenningur krói af atvinnubílstjóra og hefti för þeirra, hvar sem til þeirra sést í mótmælaskyni.
Gagnslaus fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Athugasemdir
Verð nú að segja að þú hefur bara ekki hugmynd um, um hvað þú ert að tala! Að rýmka reglur fjalla ekki um að leyfa bílstjórum að "vinna" lengur. Þetta fjallar um sveigjanleika, = plús/mínus einhverjar mínútur. Þeir eiga kannski eftir ófarna 10 km heim þegar hvíldartími "skellur á" og þá á bara að STOPPA....og bíða í t.d. þessar lögboðnu 45mínútur, sem STRESSAR MEIRA en að komast heim í fulla hvíld. Bílstjórar mega ekki einusinni "FÆRA TIL" bílinn um nokkra metra meðan hvíldartími stendur yfir. Ég get bent á eitt gott dæmi. Bílstjóri leggur bíl sínum á stæði fyrir vörubíla við sjoppu. Það kemur kranabíll með langa bómu og vill líka fá pláss, það gengur upp með því að sá fyrrnefndi færir sinn bíl um nokkra metra á stæðinu. Hann lendir síðan í eftirliti, það sést að "hann FÆRÐI bílinn, það tók 2 mínútur, hann fær ÞOKKALEGA væna sekt, FYRIR SMÁSKÍT !!! ÞAÐ ER ÞETTA SEM MÁLIÐ SNÝST UM !!! Það er ÞETTA sem skapar illsku og ósætti! Trukkur
Bílstjóri (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:01
þetta er málið flott skrif hjá þéreins og alltaf
Davíð Þorvaldur Magnússon, 4.4.2008 kl. 19:31
Takk fyrir það Davíð
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 20:11
voðalegur kjáni ertu...þetta snýst ekki um að við "fáum" að keyra einsog okkur lystir.okkur eru settar reglur um akstur og hvíld sem okkur ber að fara eftir að viðurlögðum sektum og engum smásektum heldur...það er verið að tala um 25 þúsund fyrir fyrstu 15 min sem farið er fram yfir leyfilegan vinnutíma og svo stighækkandi.gott og vel setjum reglur um þetta ég er fylgjandi því enda er ekki nokkur hemja að ég sitji undir stýri á 49 tonna ferlíki dauðþreyttur á þessum hjólreiðastígum sem eiga vera vegir sumstaðar,það er aftur á móti verulega ósanngjarnt að ríkið sé með undanþágu frá SÍNUM skyldum í þessu máli en setur reglurnar á fullum þunga á mig og ef ég fer ekki eftir þeim þá kostar það MIG en ekki atvinnurekanda minn stórfé,ég Á að fara eftir reglum en fæ ekki aðstöðu til þess að fara eftir þeim,finnst þér það eðlilegt?
siggi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:23
Ég þekki þessi mál ágætlega Siggi og það er engin afsökun að það sé ekki kamar í bílunum. Og að ekki sé hægt að leggja bílunum hvar sem er, eru engin rök. Þú keyrir hvergi í marga klukkutíma án þess að geta lagt einhversstaðar, sama hversu bíllinn er stór. Og að sjálfsögðu ber bílstjórinn ábyrgð ef hann brýtur lög!! Og hvers vegna að lækka sektina?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 20:42
ég sagði aldrei að það ætti að lækka sektirnar,að okkar mati (bílstjóra) þá er þetta spurning um sanngirni og sjálfsagt verður næsta spurning hjá þér "finnst þér sanngjarnt að allt þjóðfélagið gjaldi fyrir þetta með aðgerðunum?) og ég svara því...já mér finnst það sanngjarnt því allt þjóðfélagið stendur og fellur með vöruflutningum þar eð öllu er keyrt á áfangastað sama hvað það er,matvara,föt,byggingarefni og hvaðeina við komumst ekki af án þessarar stéttar verst er reyndar að við getum ekki stofnað okkar eigið verkalýðsfélag því atvinnurekendur taka ekki í mál að semja við það,það er búið að kanna þann möguleika,slíkt verkalýðsfélag hefði of mikil ítök og völd og atvinnurekendur eru of smeykir við slíkt.
málið er Gunnar að við erum langþreyttir á þessu skeytingaleysi og átroðslu og sættum okkur ekki við það lengur.
mér finnst að fólk sem er óánægt með þessar aðgerðir ætti frekar að láta reiði sína bitna á stjórnvöldum sem geta stöðvað þær en kjósa að bíða eftir að almenningur snúist á móti okkur,trúðu mér Gunnar að slíkt herðir okkur frekar en hitt.
Kv Siggi
siggi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:45
Bleh segist þekkja málið ágætlega og skýtur þig í "#%# í sömu setningu, það er nú þannig að það eru plön hér og þar á landinu en hvergi í raun plön sem ætluð eru atvinnubílstjórum né ætluð undir meira en einn bíl MAX. Eins og siggi segir þá eru þetta óttalegir hjólreiðastígar sem hér er um að ræða. Og svo er það málið með sektirnar að oft er atvinnurekandi að setja starfsmönnum sínum óraunsæ eða tæp tímamörk vegna þess hann veit að sektin fer ekki á hann heldur bílstjórann. Hvar er sanngirnin í því segðu mér?
Ríkið er btw á undanþágum með vegakerfið í heild sinni. Það eru ennþá til vegarspottar þar sem hægt er að keyra vel á 5 klst án þess að finna pláss fyrir "LANGT ÖKUTÆKI" hvað þá 2 eða 3...
Skaz, 4.4.2008 kl. 21:52
Ég botna nú eiginlega ekkert í þér Siggi. Þessar reglur eru til að vernda ÞIG en ekki atvinnurekandann. Og þessir hjólreiðastígar eins og þú kallar þá, ættu einmitt að stuðla enn frekar að því að atvinnubílstjórar virtu vökulögin. Ef vinnuveitandi þinn hefur ekki skilning á því, þá áttu að segja upp.
Skaz....nefndu 5 klt. vegarspotta þar sem þú getur ekki lagt LÖNGU ÖKUTÆKI. Og af hverju þarf stæðið að rúma 2-3 ökutæki? Ég held þú ættir að kynna þér nánar færslu Sveins Inga Lýðssonar, sem ég bendi á í færslunni. Ef það dugar ekki til að rétta þig af í ruglinu, þá segi ég pass
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2008 kl. 22:09
Strákar ef þið þurfið að stoppa vegna tímamarka og vegurinn leifir það ekki, er það ekki ykkar mál, þið hafið verið að stoppa út um allt undanfarna daga og það hlið við hlið, hvað er vandamálið í raun, hlýðið lögum og þá verða vegir breikkaðir, það er leiðin ekki þessi fábjánaaðferð að loka neyðarleiðum um borg og bí, og bera fyrir sig ríkið, ökutímareglurnar koma frá Evrópusambandinu í gegnum EFTA.
Magnús Jónsson, 4.4.2008 kl. 22:58
Sæll Gunnar,ég get nefnt nokkuð langar vegalengdir t.d frá jökulsá á fjöllum (mývatns og möðrudalsöræfi) að egilstöðu,höfn í hornarfirði að djúpavogi.á þessum stöðum eru reyndar útskot sem rúma eitt stórt ökutæki en ég má ekki leggja þar því þau eru frátekin fyrir eftirlitsbíla vegagerðina til eftirlits að viðlögðum sektum.reyndar langar mér að minnast á eitt....vökulöginn gilda ekki einungis fyrir meiraprófsbílstjóra og sjómenn þau gilda fyrir allar atvinnugreinar í landinu,afgreiðslufólk,bakara,bílstjóra og meira að segja lækna og hjúkrunarfólk og þessar tvær síðarnefndu ættu að mínu mati að hafa eitthvað eftirlit.þú afhjúpar vanþekkingu þína með því að spurja hversvegna þessi stæði ættu að rúma 2-3 bíla,þau þyrftu reyndar að geta rúmað 8 stór ökutæki í stæði auk snúningsrýmis,ég starfa hjá öðru af stóru flutningafélugunum og get upplýst þig um það að það fara alltaf 2 æki (æki=bíll og vagn) héðan að sunnan og á sama tíma leggja 2 æki af stað að austan,bæði hjá flytjanda og landflutningum það gerir 4 æki hjá sitthvoru fyrirtækinu semsagt 8 æki í það heila,síðan bætast við verktakar og aðrir flutningsaðilar þegar mikið er að gera má reikna með að allt að 10-12 æki séu á ferðini á sömu leið,þetta er ekki bara einn og einn bíll.ég hef nokkuð oft lent í því að leggja af stað frá akureyri (stundum er norðurleiðin farin ) í ágætis veðri og útlit fyrir gott veður á leiðini en svo skollið á bylur uppá hálendinu (öræfunum) og ég hef þurft að stoppa í lengri eða skemri tíma til að bíða af mér veðrið en viti menn engin áningarstaður svo ég hef þurft ásamt fleirrum að stoppa á veginum og þar af leiðandi skapað stórhættu fyrir þá sem eru á ferðini bæði fólksbíla og aðra flutningabíla.
það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn Gunnar og ætla segja pass við þessari umræðu því þetta snýst um þitt öryggi á vegunum líka.það þinn hagur að við komumst á svæði til að hvílast og bíða af okkur veður að vetri til.
ég veit ekki við hvað þú starfar Gunnar en ég get mér til um að það sé ekki við akstur.til að lágmarka alla hættu á vegunum og líka til að við séum sem minnst fyrir þá fer þessi keyrsla fram á þeim tíma sólarhrings sem fæstir eru á ferð s.s kvöld og næturlagi.ég hef lent í því að vera 19 tíma í túr sem tekur venjulega 8-9 tíma,hvergi kemst ég í neina þjónustu af neinu tagi og þar að auki aungvir áningastaðir.vegagerðin stoppar okkur reglulega til að athuga þyngdina á ækinu,mjög gott mál að mínu mati,samkvæmt reglugerð mega þeir einungis vigta mig á löggildu plani þar sem halli er engin svo mælingin sé rétt,við erum vigtaðir allstaðar,úti á vegum,á malarplönum svo fátt eitt sé nefnt,´sýni mælingin of mikla þyngd er ég sektaður og borga það úr eigin vasa,þetta er ósanngjarnt því mælingin getur verið vitlaus en ég hef engin tök á að mótmæla því ef ég neita að leyfa þeim að vigta ækið þá...gettu...sektaður.
að vinna á þessum tækjum Gunnar er meira en að segja það,það er stór munur að hoppa uppí range roverin sinn og keyra landshornana á milli en að keyra tæplega 50 tonna æki í vetraraðstæðum.
ég veit vel að reglur eru reglur og til þess gerðar til að fara eftir þeim en þær þurfa að taka mið af raunveruleikanum úti á vegunum,þær geta ekki tekið mið af notalegri skrifstofu þar sem einhver snillingurinn er að brainstorma fyrir framan tölvuskjá.
Kv Siggi
Siggi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:29
sæll Magnús,til að þessar reglur frá Evrópusambandinu í gegnum EFTA taki gildi þá þarf alþingi að samþykja þær áður,formsatriði en þess þarf til að þær öðlist gildi.
Siggi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:43
Ég nenni eiginlega ekki að svara þessum langa pistli þínum Siggi, hann er svo stútfullur af vitleysum. Af skrifum þínum að dæma mætti halda að þú hafir aldrei ekið í kringum landið, en gott og vel, þú segist vera atvinnubílstjóri.
Vegagerðin hefur gert stórátak í "hvíldarstöðum" á undanförnum árum og á þessum leiðum sem þú nefnir eru margir staðir sem hægt er að stoppa í 15 mín. eða lengur.
Og varðandi vegaeftirlitsmenn og starfsaðferðir þeirra, þá mæli ég með að þú kynnir þér lagaleg réttindi þín gagnvart þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 00:19
ég held að þú sért einfaldlega komin í þrot með rök og veist ekkert um hvað þú ert að tala Gunnar,vegagerðin hefur akkúrat ekki sett upp eitt einasta hvíldarplan á landinu en aftur á móti fjölgað eftirlitsútskotum,ég fer hringin í kringum landið 2-3 í viku og veit uppá hár um hvað ég er að tala.
Siggi
siggi (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 00:42
til aukreitis langar mér að benda á að bæði AFL starfsgreinafélag og Efling-stéttarfélag hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir.
svo læt ég þetta gott heita af þessu orðaskaki við þig Gunnar og bið þig vel að lifa.
p.s
ef þú lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að bíða í langri röð vegna aðgerða okkar þá get ég bent á eina trausta leið til að komast leiðar þinnar.....labbaðu
siggi (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 00:52
Flutningabílstjórar eru í miklum minnihluta atvinnubílstjóra. Ég þekki það ágætlega hvernig margir "svindla" á skífunum hjá verktökum og það þarf að uppræta slíkt. Varðandi það að þið getið ekki stoppað nægilega oft á leiðum ykkar er einfaldlega rangt. Ef hins vegar íslenska ríkið er að brjóta EES reglur á ykkur varðandi aðbúnaðinn á áningastöðunum, þá er sjálfsagt að krefjast úrbóta þar. En að rýmka "vökulögin" er út í hött.
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/ferdaupplysingar/aningastadir/
hér sérðu kort af áningastöðum við þjóðvegi landsins
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 05:33
Gunnar: ég skoðaði kortið og það er hvergi útskot eða áningastaður á leiðinni frá Þorlákshöfn og alla leið til Vestmannaeyja.
Magnús Jónsson, 5.4.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.