Einhver umhverfisverndarsinni (væntanlega) virðist ekki þola skrif mín um stóriðju og virkjanamál. Viðkomandi einstaklingur skrifar athugasemdir á bloggsíðu Ómars Ragnarssonar og kvittar fyrir með mínu nafni. Svo þegar smellt er á nafnið, þá er maður kominn á klámsíðu. Ég hef þegar hringt í Mbl og kært þetta og beðið þá jafnframt að halda IP tölu viðkomandi til haga. Á mánudagsmorgunn mun ég hringja í lögregluna og kæra þetta athæfi.
Það er spurning hvort maður þurfi að hafa varann á sér á almannafæri. Svona lagað er vægast sagt ógeðfelt og ég er eiginlega orðlaus.
Viðbót. Við aðra færslu Ómars gerir einstaklingur sem kallar sig Bjartur athugasemd, ómálefnalega að vanda. Þegar smellt er á nafn hans kemur mín bloggsíða upp. Þetta er náttúrulega skelfilegt. Er mín síða að spretta undan honum víðar, eða klámsíður undir mínu nafni?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
ertu pornó dog
Einar Bragi Bragason., 16.3.2008 kl. 00:51
Það á a.m.k. að reyna koma þeim stimpli á mig
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 04:27
Netlögga Mbl hefur fjarlægt athugasemdina en ég vistaði athugasemdarsíðurnar hjá mér, fyrir Geir og Grana til að skoða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 07:13
Það er ein einföld lausn áþessu máli. Mbl. þarf að gera smávægilegar breytingar á Moggablogginu:
1) Ekki leyfa bloggsíður þar sem rétt nafn bloggarans kemur ekki fram.
2) Krefjast þess að allir aðrir en skráðir Moggabloggarar staðfesti athugasemdir sínar með því að staðfesta uppgefið netfang. Það netfang verði síðan birt undir athugasemdinni.
Ágúst H Bjarnason, 16.3.2008 kl. 09:42
þetta er ljótur leikur - eiginlega skítlegt og ber að upplýsa sem fyrst þannig að náttúruverndarsinnar og álvers og vikjunarsinna eins og ég getum borið höfuðið hátt og liggjum ekki undir grun um svona athæfi.
En þess utan hvenær eigum við að panta okkur dag í Norðfjarðará ... eða ertu ennþá á því að það sé vit í að veiða í álánni !
kíktu á þessa kanadísku bleikjutitti http://www.lax-a.is/english/canada/Ungava_Bay/news/news//nr/6004
Pálmi Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 14:01
Þetta er mjög ógeðfellt. Gott hjá þér að kæra málið.
Anna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 14:31
Takk fyrir þetta öll. Ég ætla engum svo illt að óreyndu að haga sér svona. Þetta hlýtur bara að vera sjúkur einstaklingur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 15:03
Þetta eru magnaðir "tittir" Pálmi. Eigum við ekki bara að skella okkur til Kanada? (veiðigleraugun)
Það er í sjálfu sér óþarfi að panta með miklum fyrirvara. Í þessum ám eru sjóbleikjugöngurnar í hámarki um miðjan ágúst. Ég þekki auðvitað Sléttuánna betur en Norðfjarðaráin er lengri og mun fleiri veiðistaðir í henni. Báðar árnar eru spennandi. Ég verð í Króatíu í 13.-27. júlí.
Er til hvenær sem er eftir það
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 15:17
Sæll Gunnar. Þetta er sannarlega óskemmtileg reynsla og með kæru þinni verður hún vonandi til þess að öryggi á bloggsíðunum verði aukið.
Svona mál varða okkur öll.
Kolbrún Baldursdóttir, 16.3.2008 kl. 17:42
Sumir eru bara svona. Ósmekklegir.
Júlíus Valsson, 16.3.2008 kl. 21:19
Já, ljótur leikur þarna á ferð. Það er vonandi að hendur verði hafðar í hári þessa einstaklings. Ég tel mig vera umhverfissinna en margar mótmælaaðferðir þeirra eins og t.d. það að hlekkja sig við vinnutæki hafa örugglega ekki fengið fólk til þess að taka undir málstað þeirra, síður en svo.
Mjög ósmekklegt.
Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 10:13
Hrikalegt hvað sumt fólk er óskammfeilið við að skíta út aðra og fela sig á bakvið nafnleysi.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:28
Gott hjá þér að kæra
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:52
Hafðu þökk fyrir að taka í þessa tauma, Gunnar. Það er eins gott að fylgjast vel með hjá sér því að við megum ekki láta gikki eyðileggja veiðistöðina okkar, bloggið.
Ómar Ragnarsson, 17.3.2008 kl. 21:58
Ég þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar. Við sem höfum gagn og gaman af blogginu, viljum ekki að þessi miðill sé dreginn niður á þetta plan. Það er gaman þegar fólk tekst á um ólík sjónarmið, stundum er fólk harðort og þar er ég ekki undanskilinn, en svona framkoma á engan skyldleika við skoðanaskipti eða umræður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.