KFF - Keflavík 2-1

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) og úrvaldeildarlið Keflavíkur áttust við í Lengjubikarnum í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. KFF sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Mörk KFF komu undir lok hvors hálfleiks, það síðara sérlega glæsilegt, beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, efst í markvinkilinn. Bæði lið voru taplaus fyrir viðureignina, KFF eftir 3 jafntefli og Keflavík eftir tvo sigra. Ég horfði á seinni hálfleikinn og sigur okkar var sanngjarn að mínu mati. Keflvíkingar voru meira með boltann án þess að skapa sér færi. Þeir áttu t.d. bara tvö skot á markið í seinni hálfleik undir lokin. Það fyrra víðs fjarri markinu og það síðara þegar þeir skoruðu mark sitt úr þvögu rétt fyrir utan teig á 7. mín. í uppbótartíma, en þá var staðan 2-0 fyrir KFF. Öllum þótti uppbótartíminn vel ríflegur hjá dómaranum en lítilsháttar töf varð á leiknum þegar markvörður KFF fékk olnbogaskot.

Frítt var var á leikinn í boði Alcoa en fyrirtækið lagði til um 20% af því fjármagni sem til þurfti við byggingu hallarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband