Var heimsstyrjöldin Hitler að kenna?

Alan John Percivale Taylor (1906-1990) var enskur sagnfræðingur.

Taylor var vinstrisinnaður en var þó að sönnu aldrei kommúnisti. Hann gagnrýndi stefnu breskra stjórnvalda í ýmsum veigamklum málum, t.d. í utanríkismálum. Á árunum 1957-1963 var hann t.a.m. í fararbroddi í hópi þeirra , sem harðast börðust gegn nýtingu kjarnorku og kjarnorkuvígbúnaði.

 "Hitler og seinni heimsstyrjöldin, var stríðið Hitler að kenna?", er bókin á náttborðinu hjá mér, sem bókaútgáfan Hólar gaf út 2002. Bókin kom fyrst út í Englandi árið 1961 (The origins of the second world war) Ég er búinn að lesa tæpan fjórðung af bókinni og mér finnst húna afar áhugaverð og fróðleg.

Það er athyglisvert sem fram kemur í bókinni, að flestir þeirra sem málum réðu í seinni heimsstyrjöldinni skrifuðu ekki stafkrók um stríðið að því loknu.

"Þar verðum við að láta okkur nægja kjaftasögur frá annars flokks heimildarmönnum, túlkum, skrifstofumönnum í utanríkisþjónustunni og blaðamönnum, fólki sem oft vissi lítið meira en almenningur".

Einnig fer Taylor yfir orsakair fyrri heimstyrjaldarinnar og segir m.a.

"Morðið á Frans Ferdinand erkihertoga varð til þess að Austurríkismenn lýstu yfir stríði á hendur Serbum, herkvaðning Rússa til stuðnings Serbum varð til þess að Þjóðverjar lýstu yfir stríði á hendur Rússum og bandamönnum þeirra, Frökkum. Síðan neituðu Þjóðverjar að virða hlutleysi Belgíu og það varð til þess að Bretar lýstu yfir styrjöld á hendur þeim. Að baki þessum orsökum lágu hins vegar aðrar og dýpri , sem fræðimenn eru ekki enn á einu máli um." 

Ég mæli með þessari bók fyrir alla áhugamenn um heimsstyrjaldirnar á síðustu öld.


mbl.is Flak þýsks herskips fannst við Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

No kidding? Stríð var risabísness þá og risahagsmunatengt eins og nú.

Baldur Fjölnisson, 16.3.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll,. Gunnar,

Það sem ég hef lesið um þetta efni og er töluvert og þá firðasamkomulagið í Versölum 1919 og afleiðingana af því og þá sérstaklega hvernig Frakkar beittu sér gagnvart Þjóðverjum í kröfum sínum og þann gjörning sem neyddur var upp á Þýskuþjóðinna var einungis til þess fallin að framlengja ófriðinn, því sem sumir sagnfræðingar hafa sagt og haldið fram og þetta hafi verið einungis vopnahlé.

 

 Siguvegarinnir skrifa sagnfræðina.

 

Kv, Sigurjón Vigfússon

 

Rauða Ljónið, 16.3.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Las þessa bók fyrir nokkrum árum.  Merkileg.

Fær mann allavega til að hugsa lengra og á bak við skýringar sem menn komu sér saman um eftir stíð og hafa verið meir og minna ríkjandi síðan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Sigurjón, Versalasamningurinn var siðferðilega óréttlátur gagnvart Þjóðverjum og var auðvitað það sem mótíveraði þýsku þjóðina þegar Hitler komst til valda.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum ÆTÍÐ að forðast að einfalda flókin mál. Formlega séð lýstu Bretar og Frakkar yfir stríði 3. sept. 1939 þar sem þeir höfðu skuldbundið sig til að veita Pólverjum lið. Þar sem þeir voru ekki í stakk búnir að standa í hernaðarlegum stórræðum, þá var yfirlýsingin látin duga - í bili. Síðari heimsstyrjöldin hófst fremur hægt, en bítandi.

Hvet alla til að lesa rit Sebastians Haffner sem var þýskur blaðamaður og rithöfundur, giftur konu af gyðingaættum en flúði Þýskaland 1938 og settist að í Bretlandi. Hann reyndist Bretum hinn þarfasti, tók sér þetta dulnefni til að leynast nasistum betur og var honum trúað fyrir mjög mikilvægu starfi þá þegar. Gerðist hann t.d. einn af helstu ritstjórum breska dagblaðsins The Oberver þegar í stríðinu og hafði mjög mikil áhrif.  

SH ritaði ýmsar mjög athyglisverðar bækur um þýska sögu eftir stríðið þar sem hann kryfur þessi mikilsverðu mál til mergjar. Bækur SH eru eins og  rannsóknarblaðamennskan gerist best.

Mosi

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband