Samkvæmt heimildum frá Bylgjunni þá verður það Guðmundur Guðmundsson fyrrv. landsliðsþjálfari sem tekur við liðinu. Guðmundur er góður þjálfari og ef honum finnst hann eitthvað hafa að gefa í djobbið, þá er sjálfsagt að gefa honum annað tækifæri. Það var jú hann sem kom okkur í umspilssæti á EM í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum og ekki við hann að sakast að liðið sprakk á limminu í leikjunum við Svía og Dani. Breidd liðsins var einfaldlega ekki meiri en þetta.
Nú hillir hins vegar undir að við getum átt tvo kosti í hverri stöðu, svo framarlega sem vinstri vængurinn virkjast. Við eigum fjölbreytta skotmenn í stöðuna s.s. Loga Geirsson, Arnór Atlason, Garcia o.fl. allt menn sem geta líka leyst inn á miðjuna og jafnvel á línu líkt og Snorri Steinn gerir stundum. En það hefur fylgt einhver ólukka með okkar bestu leikmenn í þessari stöðu. Tíð og langvinn meiðsli hafa hrjáð menn og eins hefur Ólafur Stefánsson hægra megin, ekki fengið nægjanlegt né stöðugt "backup". En ef Einar Hólmgeirson og áðurnefndir leikmenn vinstra megin eru heilir og í leikformi, þá er Ísland til alls líklegt á alþjóðlegum stórmótum, sérstaklega með Guðmund sem landsliðsþjálfara.
![]() |
Nýr landsliðsþjálfari kynntur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 947587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kerfi á sjálfstýringu.
- UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ HEFUR ENGAN RÉTT TIL AÐ HLUTAST TIL UM STJÓRNARTILNEFNINGAR EINKAFYRIRTÆKJA.....
- Þórunn Sveibjarnardóttir með áróður í þinginu
- Orðræða og byssukúlur
- Hvað hefði gerst ef að KRISTILEGI ÞJÓÐAR-FLOKKURINN hefði fengið 51% á bak við sig?
- Framtíðin snýst ekki um dans á nálaroddi, heldur um samstöðu
- Ákvað að afvegaleiða
- Stríðsleikir Pútíns
- Bæn dagsins...
- Barrátta góðs og ills
Athugasemdir
Ég tel að Guðmundur sé góður kostur en mér finnst nú svona innst inni að "Bogdan-kynslóðin" hafa haft fullmikil áhrif.
Jóhann Elíasson, 25.2.2008 kl. 15:56
Það er alveg rétt Jóhann að hún hefur haft áhrif. Ég tel að við höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.