Siggi Sveins er einn af mínum uppáhalds handboltamönnum, skemmtilegur karakter innan vallar sem utan. Ég er samt ekki alveg að sjá hann sem landsliðsþjálfara, ekki núna. Stundum eru lið algjörlega "sjálfspilandi" og hlutverk þjálfarans er að halda uppi góðum móral og vera ekki fyrir. Okkar lið þarf að slípa svolítið til þess að það geti kallast rútinerað, en það er nauðsynlegt að ná því til þess að auka líkurnar á titli einhversstaðar. Við höfum ekki náð að stilla upp okkar sterkasta liði í nokkrum síðustu stórmótum. Alltaf hefur vantað einhverja og/eða við misst lykilmenn í meiðsli í mótunum sjálfum.
En því ekki að fá gamla refinn Bogdan Kowalzik til starfa á ný? Kannski vantar strákana okkar bara "old fashion", austurevrópskan heraga. Auk þess var karlinn asskoti vel að sér í handboltafræðunum. Ég mæli með að það verði rætt við djöfsa.
![]() |
Siggi Sveins: Myndi þjálfa strákana frítt! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Siðfall sífellt farsakenndara
- Þessi sorglegi atburður endurómar og rímar við önnur pólitísk morð í Bandaríkjunum sem breyttu heiminum
- Daði seiglast, það er engin spurning.
- Siðlaust tilboð til nýbakaðra foreldra
- Þegar fólk er kallað nasistar þá bregðast þeir heilaþvegnu við
- Skilur ekki eyþjóðir
- Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisráðherra
- Leftistar eru hryllilegt fólk
- Hlaupið yfir árið 1982
- Og verðbólgudraugurinn dafnar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðskonan á von á þriðja barninu
- Meiri trú og ástríða hjá þeim
- Þurfum að njóta í kvöld
- Einn af þessum sérstöku leikmönnum
- Átti ekki von á þessari frammistöðu
- Þessi sigur heldur okkur á lífi
- Annars hefði ég tekið í hann
- Fimm marka sigur Hafnfirðinga á Hlíðarenda
- Afturelding sneri leiknum sér í vil
- Baldur með 13 mörk í svakalegum leik
Athugasemdir
Urðum við ekki "B-world champions" undir hans leiðsögn?.. kom hann okkur ekki þar niður annars? ég bara man það ekki nógu vel.
Sigurður Jökulsson, 23.2.2008 kl. 12:13
Bogdan gæti haldið þeim aga sem vantar til að halda út heilt mót!!!
Ekki það að Siggi yrði góður í því að kenna strákunum að brosa og hafa gaman af leiknum þá kæmi þetta allt siggi hefði líka getað kennt sumum að horfa á markið og skjóta en ekki horfa fælinn út á völlinn og missa boltann í hendurnar á hinu liðinu ?
Strákarnir eru atvinnumenn en vantar neistann og agann!
Cat 9 Fan (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:26
Bogdan sem aðal og Sigga sem aðstoðar, fín samsettning ! Siggi er minn uppáhalds handboltahetja.
Sævar Einarsson, 23.2.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.