Nei, ekki Sigga, en Bogdan!

Sigurður Sveinsson hætti að leika handbolta 2003, 43 ára gamall. Siggi Sveins er einn af mínum uppáhalds handboltamönnum, skemmtilegur karakter innan vallar sem utan. Ég er samt ekki alveg að sjá hann sem landsliðsþjálfara, ekki núna. Stundum eru lið algjörlega "sjálfspilandi" og hlutverk þjálfarans er að halda uppi góðum móral og vera ekki fyrir. Okkar lið þarf að slípa svolítið til þess að það geti kallast rútinerað, en það er nauðsynlegt að ná því til þess að auka líkurnar á titli einhversstaðar. Við höfum ekki náð að stilla upp okkar sterkasta liði í nokkrum síðustu stórmótum. Alltaf hefur vantað einhverja og/eða við misst lykilmenn í meiðsli í mótunum sjálfum.

En því ekki að fá gamla refinn Bogdan Kowalzik til starfa á ný? Kannski vantar strákana okkar bara "old fashion", austurevrópskan heraga. Auk þess var karlinn asskoti vel að sér í handboltafræðunum. Ég mæli með að það verði rætt við djöfsa.


mbl.is Siggi Sveins: Myndi þjálfa strákana frítt!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Urðum við ekki "B-world champions" undir hans leiðsögn?.. kom hann okkur ekki þar niður annars? ég bara man það ekki nógu vel.

Sigurður Jökulsson, 23.2.2008 kl. 12:13

2 identicon

Bogdan gæti haldið þeim aga sem vantar til að halda út heilt mót!!!

Ekki það að Siggi yrði góður í því að kenna strákunum að brosa og hafa gaman af leiknum þá kæmi þetta allt siggi hefði líka getað kennt sumum að horfa á markið og skjóta en ekki horfa fælinn út á völlinn og missa boltann í hendurnar á hinu liðinu ?

Strákarnir eru atvinnumenn en vantar neistann og agann!

Cat 9 Fan (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Bogdan sem aðal og Sigga sem aðstoðar, fín samsettning ! Siggi er minn uppáhalds handboltahetja.

Sævar Einarsson, 23.2.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband