Þann 30. janúar sl. birtist frétt á mbl.is þess efnis að karlmaður hefði orðið fyrir raflosti í álveri Alcoa á Reyðarfirði, háfum mánuði fyrr. Þar segir m.a.:
"Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu var maðurinn strax fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað en útskrifaður þaðan daginn eftir og talinn ómeiddur. Helgina eftir fór hann hins vegar að finna til óþæginda og fór til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Landspítala háskólasjúkrahús á sunnudag. Alcoa Fjarðaál segir, að verið sé að rannsaka meiðsli hans og útlit fyrir að þau séu alvarlegri en á horfðist í fyrstu".
Fréttina í heild má sjá HÉR . Ég bloggaði um fréttina, sjá HÉR . Einhverjir vildu meina að Alcoa hefði vísvitandi ætlað að leyna fjölmiðla þessu slysi en ekki verið stætt á því síðar, þegar í ljós kom að meiðsli mannsins voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Sjálfur hef ég ekki haft áhuga á að hlusta á órökstuddar ásakanir og dylgjur, hvaðan sem þær koma og skýring Alcoa í þessu máli nægði mér, þ.e. að ekki hafi verið talið mjög alvarlegt þó maðurinn hafi fengið í sig venjulegan rafstraum, enda fengið að fara heim að skoðun lokinni.
En nú hafa ásótt mig miklar efasemdir um heilindi Alcoa í þessu máli. Í dag fékk ég upplýsingar frá starfsmanni við álverið og samstarfsmanni þess slasaða sem er pólskur, að málið liti mjög illa út fyrir Alcoa. Ef orð þessa starfsmans eru sönn þá stendur ekki steinn yfir steini í fréttatilkynningu Alcoa um málið.
Í fyrsta lagi var ekki um venjulegan 220 volta rafstraum að ræða, heldur 700 volta straum sem hlýtur að gera málið strax mun alvarlegra. Í öðru lagi þá var maðurinn vel innan við sólarhring á spítalanum á Norðfirði og var að lokinni skoðun keyrður heim til sín á Fáskrúðsfjörð. Örfáum klukkutímum eftir heimkomuna hefur maðurinn samband við lækni á staðnum vegna mikillar vanlíðunnar og eftir stutta skoðun læknisins á Fáskrúðsfirði, þá var ákveðið að flytja manninn strax suður með sjúkraflugi og hefur hann verið á spítala síðan, m.a. með augnskaða og innvortis kvilla. Nú hafi verið úrskurðað að maðurinn verði óvinnufær a.m.k. 6-9 mánuði og sennilega hljóti hann varanlega örorku af slysinu.
Eitthvað einkennilegt er á seyði í þessu máli því pólsk sjóvarpsstöð og einhverjir íslenskir fjölmiðlar hafa haft veður af alvarleika málsins og höfðu falast eftir viðtali við hinn slasaða sem hann hugðist veita. En svo hættir maðurinn við á síðustu stundu og samkvæmt heimildarmanni mínum gaf hann honum þá skýringu að hann vildi ekki koma álfyrirtækinu illa en lögfræðingar mannsins og fyrirtækisins ættu í viðræðum þessa dagana. Mér hugnast ekki að gerðir séu einhverjir "dílar" á bak við tjöldin til þess að forða málinu frá fjölmiðlaumræðu.
Nú get ég auðvitað ekki staðfest að það sem mér var sagt sé allt rétt og satt, en ég hef þó alls enga ástæðu til þess að rengja heimildarmann minn. Mér finnst kominn tími til að Alcoa leggi spilin á borðið og þó fyrr hefði verið. Þögn fyrirtækisins í hálfan mánuð um svo alvarlegt slys sem þarna átti sér stað er ólíðandi og skaðar verulega trúverðugleika fyrirtækisins. Það skal þó tekið fram að fyrirtækið hefur fram til þessa komið óaðfinnanlega fram við samfélagið hér eystra og styrkt margskonar menningar og samfélagsverkefni af miklum rausnarskap.
Vonandi er hér um ótrúlegan klaufaskap af hálfu fyrirtækisins að ræða í þessu máli en það virðist sökkva dýpra og dýpra í heimskulegan þagnarbrunn. Manni hryllir við þá tilhugsun ef þetta eiga að verða vinnubrögð fyrirtækisins ef eitthvað fer úrskeiðis. Hvað með mengunar og umhverfisslys? Fáum við ekkert að vita af þeim? Fiskveiðar eru stundaðar í firðinum af smábátum og fjölskyldur ganga hér fjörur á góðviðrisdögum, sem er í góðu lagi ef allt er eins og það á að vera. Alcoa ber skylda til þess að upplýsa nærsamfélagið hér eystra og í raun þjóðina alla ef eitthvað fer úrskeiðis.
Þó álvers og virkjunarframkvæmdir hafi ekki verið umdeildar í Fjarðabyggð þá má segja að þau mál hafi klofið íslensku þjóðina í tvær hatrammar fylkingar. Ég sem einarður stuðningsmaður komu bandaríska álfyrirtækisins hingað verð bæði reiður og móðgaður, ef það sem heimildarmaður minn segir er á rökum reist.
Flokkur: Bloggar | 5.2.2008 (breytt 6.2.2008 kl. 10:53) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- 3230 - Hættulegt
- Mikil skelfing: Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni
- Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
- Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.