Veraldlegur Yogi

Maharishi Mahesh Yogi. Ekki man ég nákvæmlega hvað það var sem gerði Bítlana afhuga Maharishi Mahesh Yogi, sem þeir dáðu og dírkuðu um nokkurt skeið eftir heimsókn sína til hans á Indlandi. Georg Harrison var sennilega hugfangnastur af honum enda bera tónsmíðar hans frá þessum árum þess merki. Indverskan tón með zítarhljómum má heyra í sumum laga hans.

En var það ekki peningaplokk gúrúsins sem varð til þess að Bítlarnir misstu álit sitt á honum? Mig minnir það a.m.k.


mbl.is Maharishi Mahesh Yogi látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bítlarnir gerðust aldrei varanlega afhuga Maharishi Mahesh Yogi - það var þjóðasaga sem þeir marg oft afneituðu og alltaf þegar þegar þeir sjálfir sögðu sögu sína, sbr t.d. þegar Ringo kom hingað og hitti Stuðmenn í Atlavík þá kom fram í viðtölum við hann að tíminn með Maharishi var það eina sem hann vildi tala um frá Bítlatímanum og þá hve frábær MMY og sá tími hefði verið og að þegar hann fór heim frá Indlandi hafi hann sagt að honum félli ekki maturinn þar og allir tekið því sem brandara en það hafi verið einföld staðreyndin.

(Þar gerðu þeir t.d Hvíta albúmið) Allar fræðslumyndir sem gerðar hafa verið með aðild Bítlanna sjálfra og  Yoko (t.d. BBC þættirnir) segja sömu sögu - að MMY og einföld kennsla hans var það besta sem þeir eignuðust allan Bítlatímann - það segja þeir sjálfir alltaf eftirá og Ringo sjálfur beint við íslenska blaðamenn í Atlavík. Fordómafullt fólk og fáfrótt (og rógberar)  staðhæfir annað en það sem er/var sýn bítlanna sjálfra á atburðina.

George Harrison var í raun sá eini sem sneri sér að annarri gerð hugleiðslu en TM (IÍ)  og  trú (innhverf íhugun (TM) er ekki hinsvegar ekki trú) þ.e. George H arrison snéri sér að Hari Kristna hópnum í all mörg ár.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.2.2008 kl. 01:27

2 identicon

Í þætti Ingólfs Margeirssonar sem ég datt inní f. svona mánuði talaði hann e-ð um þetta. Hann gerði lítið úr MMY, heimspeki og áhrifum hans á bítlanna. Fordómar?

Ari (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þennan fróðleik Helgi

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 10:09

4 identicon

Í einhverju kosmísku samhengi finnst mér áhugaverð sú frétt á RÚV að NASA hafi, í upphafi þessarar viku, sent Bítlalagið "Across the Universe" til Pólstjörnunnar .. sjá:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398175/7

En í millikafla lagsins er stefið "JAI GURU DEVA -OM" raulað með eftirminnilegum hætti.  Umræddur Guru Dev var lærifaðir Maharishis.  Eftir að Guru Dev lést á 6. áratug síðustu aldar, þá leit lærisveinninn svo á að hans hlutskipti í lífinu hlyti að vera það að miðla þekkingu Guru Devs til almennings.  Og við þökkum Guru Dev --Jai Guru Dev.

Örn Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband