Þorrablót Reyðfirðinga var haldið í 90. sinn í gærkvöldi í Íþróttasal grunnskólans. Það bar yfirskriftina "Enn einn farsinn" (Traditional Icelandic "damaget" food festival). Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið í íþróttasalnum. Ástæðan fyrir því að blótið var ekki haldið í Félagslundi í fyrra eins og hálfa öldina á undan var sú að búið var að breyti félagsheimilinu í bíósal og þó bíóið hafi nú lagt upp laupana, er húsið ekki tilbúið fyrir mannfagnaði og böll. Auk þess hefði Félagslundur ekki rúmað alla gesti gærkvöldsins en þetta var fjölmennasta blót Reyðfirðinga til þessa. 320 manns keypu miða á mat og skemmtiatriði sem 14 meðlimir þorrablótsnefndarinnar sáu um. Ný nefnd næsta blóts er kosin af fráfarandi nefnd en nefndin samanstendur af sex hjónum og tveimur einhleypum einstaklingum.
Geymdir eru listar með nöfnum nefndarfólks og það væri gaman að vita hvort þeir séu til frá upphafi. Reglan hefur verið sú að aðkomufólk er ekki gjaldgengt í nefdina fyrr en eftir ca. 7 ára búsetu á staðnum (með einhverjum undantekningum). Ég hafði búið á Reyðarfirði í 10 ár þegar ég var kosin í nefnd fyrir árið 2000. Margir Reyðfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur hafa verið kosnir tvisvar í nefnd.
Blótið var sérlega vel heppnað, en maður segir það svo sem eftir hvert blót. Óvenju margir góðir söngvarar voru í nefndinni að þessu sinni og má þar nefna Guðmund Frímann Þorsteinsson, Elías Geir Eymundsson, Glúm Kjartansson og hjónin Helga Magnússon og Elínu Jónsdóttur. Auk þess voru aðrir í nefndinni algjörlega frambærilegir söngvarar og komu margir skemmtilega á óvart. Húmorinn var með ágætum og salurinn hló mikið. Ég var tekinn fyrir í einum sketsanum. Guðmundur Þorsteinsson vann mikinn leiksigur í túlkunn sinni á mér og fór hamförum á sviðinu . Ég er virkilega stoltur af því að nú hafi verið gerð leikgerð persóna úr mér og flutt opinberlega á sviði .
Hljómsveit lék svo fyrir dansi til kl. 4. Mér er lífsins ómögulegt að muna nafn hljómsveitarinnar nema það byrjar á "B" en hún samanstendur af mönnum úr Fjarðabyggð og þekkti ég þar Helga Magnússon söngvara Reyðarfirði (áður Norðfirði), forstöðumaður bílaumboðs Heklu á Austurlandi, Helga Georgs hljómborðsleikara Eskifirði tölvugúrú hjá Alcoa Reyðarfirði, Guðjón "Skuggi" gítarleikari og tónlistarkennari frá Skuggahlíð í Norðfirði og Þórhall "löggu" Árnason Eskifirði, bassaleikara og fyrrum Gildrumanns. Trommuleikarann þekkti ég ekki. Frábært blót og ball... að venju. Þetta er ómissandi þáttur í menningu bæjarins. Ég veit að svo er einnig á Eskifirði og á Norðfirði eru a.mk. tvö blót. Sveitablótið og svo hið landsfræga "kommablót", enda hvað á betur við í "Litlu Moskvu", en Þorrablót, kennt við kommanna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 946228
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Magnaðir allir.
- Þökk sé siðbótarhreyfingu Donalds Trump
- Til í sama og Inga Sæland
- Eg mun fagna þessu ef af verður
- Stellantis fer ekki á hausinn eins og ráð var fyrir gert
- Fer ekki í formanninn
- Ekki rétta systirin
- Hvort beina RÚV-sjónvarpsfréttir sínu kastljósi meira að VONAR-NEISTA HEIMSINS eða bara að ringuleiðinni og neikvæðninni hjá jarðarbúunum?
- Er græna bólan sprungin?
- Competition
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Hefur tekist að virkja fólkið í landinu með okkur
- Fer annan hring í borginni og framkvæmdir frestast
- Mögulega raskanir á flugi til Írlands og Skotlands
- Nokkur dæmi um hús í óásættanlegu ástandi
- Forsætisráðherra skipar hagræðingarhóp
- Bíll þveraði Þrengslaveg
- Kennarar hafi ekki svarað foreldrum
- Hann neitaði ekki sök á þessum fundi
- Vilja rannsókn og að FS verði dregið til ábyrgðar
- Rýna í rýmingar á morgun
Erlent
- Axel Rudakubana dæmdur til 52 ára
- Svakalega öflug lægð
- Loka starfsstöðvum í kjölfar stéttarfélagsaðildar
- Milei: Sakleysisleg handahreyfing
- Kalla eftir neyðaraðstoð fyrir íbúa
- Fasteignamógúll handtekinn vegna gruns um svik
- Fordæmalaust fárviðri sem gæti orðið sögulegt
- Þúsundir flýja heimili sín á ný
- Rússar telja ekkert nýtt felast í hótunum Trumps
- Við börðumst fyrir þessu í áratugi
Athugasemdir
Heldurðu ekki bara að þessi síða hafi verið fyrst á listanum þegar ég gúglaði "Þorrablót Reyðfirðinga"! Þetta var ansi góð skemmtun, nefndin klikkaði sko ekki og hjómsveitin BENCHMARK stóð sig bara ágætlega! Meira að segja ég komst að á sviðinu -en bara á mynd sem varpað var upp á tjald! Einhverjum fannst eins og ég væri að skamma þig á myndinni -ég man nú ekki fyrir hvað ég var að skamma þig...
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:15
Gaman að þessu Tinna
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.