Fróðleikur um indíána

Þegar talað er um indíána í Ameríku, þá sjá margir fyrir sér Hollywood útgáfuna, þ.e. þá indíána sem hvíti maðurinn var að kljást við þegar hann nam land í Bandaríkjunum. Það eru e.t.v. ekki margir sem vita að áætlaður heildar fjöldi indíána í N- og S-Ameríku fyrir landnám Spánverja, er talinn hafa verið um 16 milj. Lang þéttbýlasta svæðið var í Mexíkó en um helmingur allra indíána var þar.. Þar voru hámenningarþjóðirnar Majar, en menning þeirra var elst, og Aztekar. Eftir því sem Spánverjar þokuðust norðar á bóginn varð byggðin dreifðari og ættbálkar minni. Samkvæmt "Könnunarsögu veraldar" í bókaklúbbi Arnars og Örlygs voru einungis um 1 miljón indíána á því svæði sem nú tilheyrir Bandaríkjunum og um 10% þeirra lifðu í votlendinu við Mexíkóflóann. Sumir þeirra höfðu fasta búsetu og lifðu í þorpum, en aðrir lifðu veiðimannalífi og reikuðu um skóga og sléttur. Lang flestir ættbálkanna í norðri voru friðsamir og morð þekktist ekki meðal margra þeirra. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar hvíti maðurinn tók land þeirra og myrtu þá í stórum stíl, að þeir hófu að svara í sömu mynt.

Í suðri frá Ekvador suður um Perú og Chile fundu spánverjarnir fyrir Inkana, listamenn og verkfræðinga hinna háu Andesfjalla. Áður en fyrstu Evrópubúarnir komu til Suður-Ameríku, réðu Inkar yfir geysistóru ríki. Það var fimm sinnum stærra en Evrópa öll. Rætur vestrænnar menningar liggja fyrir botni Miðjarðarhafs og þegar Rómverjar lögðu nánast alla Evrópu undir sig, þá höfðu þeir mikla yfirburði á öllum sviðum yfir þá þjóðflokka sem þar voru fyrir. Lykill Rómverja að Evrópu var vegagerð um alla álfuna en slíkt hafði auðvitað ekki þekkst þar áður. Konungavegur Inkanna var um 3.000 km. langur. Þótt Rómverjar hefðu lagt veg endanna milli í heimsveldi sínu, frá Jórvík í Englandi til Jerúsalemborgar, hefði hann hvorki jafnast á við veg Inkanna að lengd né hrikaleik. Það sem gerir verkfræðileg afrek Inkanna enn merkilegri er sú staðreynd að þeir þekktu hvorki hjólið né höfðu yfir að ráða verkfærum úr málmi. Auk þess notuðust þeir ekki við dýr til dráttar eða burðar.

Hámenningu indíánanna fylgdu ýmsir miður geðslegir siðir sem löngum hafa verið fylgifiskar vestrænnar menningar, s.s. stríð og valdabarátta, kúgun og þjóðernishreinsanir, trúarofstæki og mannfórnir, pólitík og spilling. Indíánarnir í norðri voru lausir við þennan viðbjóð og lifðu í sátt við náttúruna og hverja aðra að mestu. En þeir voru líka fámennari, sem segir okkur að lífsbarátta þeirra hafi verið erfiðari og frjósemi þeirra væntanlega ekki eins mikil og í suðrinu.

 


mbl.is Forn Inkaborg fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki að standa "Hámenningu indíánanna fylgdu EKKI ýmsir miður geðslegir siðir"?

Kristján Orri Sigurleifsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei ég er að tala um að hámenningunni fylgi ýmsir slæmir siðir eins og ég tel upp. "Miður geðslegir"

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband