Hefur drykkja aukist?

Mynd 446359 Opinberar tölur segja okkur að drykkja hafi aukist töluvert á undanförnum árum. En er það í raun svo? Með tilkomu bjórsins 1989 og lækkandi verði á léttvíni undanfarin ár þá hlýtur markaður fyrir smyglaðar vöru af þessu tagi að minnka stórlega. Víða á landsbyggðinni þar sem aðgengi að áfengi var nánast ekkert hér á árum áður, þá var setið um öll fraktskip til þess að kaupa bæði smyglað áfengi og einnig löglegan toll áhafnarmeðlimanna. Slíkt er nánast horfið í dag og fólkið kaupir sitt vín í næstu áfengisverslun. Þetta hlýtur að telja eitthvað. Auk þess, eins og kemur fram í fréttinni, þá hefur "drykkjumenningin" skánað með tilkomu bjórsins, þó margir bindindispostular haldi öðru fram.
mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eitthvað hljóta þessar hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma árlega til landsins að drekka.    Hvað ætli það sé stór hluti af "neyslu Íslendinga"?

Ágúst H Bjarnason, 13.1.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah...einmitt, gleymdi því, góður púnktur Ágúst

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Lady Elín

Eitt sem ég hugsaði um þegar ég las þessa frétt var; "Hvað ætli drykkjan í "hinum" vestræna heiminum hafi aukist ef Íslendingar teljast meinlausir?"  Því miður hef ég ekki mikla reynslu af djamm lífinu heima á Íslandi og eiginlega ekki hérna í Skotlandi heldur, en ég er búin að sjá ansi margt samt sem áður.  Þannig að mitt álit er að Íslendingar eru hvorki meinlausari eða gallaðri í drykkjusiðum en aðrar þjóðir.  Aðal munurinn er að á Íslandi leggst fólk í það um helgar en í Skotlandi er það frá morgni til kvölds sjö daga vikunnar!

kveðja frá Skotlandi

Elín

Lady Elín, 14.1.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir Skotlandskveðjuna Elín. Mér var einhverntíma sagt að íbúar Bretlandseyja og frá Skandinavíu væru fyrirferðamestir á fylleríum á sólarströndum. Hér á Reyðarfirði hef ég kynnst Pólverjum í miklum mæli sem viðskiptavinum mínum, en ég er leigubílstjóri að atvinnu. "Normið" hjá pólverjunum er að drekka sig blindfulla. Kannski fara Pólverjar ekki svo mikið á sólarstrendur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Kom nýlega í ljós að þeir útlendingar sem brjóta af sér hér á landi eru að stærstum hluta ferðamenn enn ekki innflytjendur. Þannig að drykkja túrista hefur í för með sér aukin kostnað fyrir samfélagið séu þeir að brjóta af sér undir áhrifum blessaðir. Einhver vandamál af drykkju útlendinga verða því greinilega eftir hér á landi.

Páll Geir Bjarnason, 14.1.2008 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband