Það var stokkið á skólasystur mínar

  Þegar ég útskrifaðist úr Garðyrkjuskóla ríkisins í mars 1988 þá fórum við skólasystkinin í útskriftarferðalag til Þýskalands og Ítalíu. Við lögðum í hann í byrjun apríl og byrjuðum á Freiburg í s-Þýskalandi og fórum svo til Flórens og Pisa á Ítalíu.

Á ítalíu var veðrið eins og á góðum íslenskum sumardegi og eitt sinn er við höfðum skoðað athyglisverðan "botaniskan" garð, þá ákváðum við að slaka svolítið á í sólskininu innan um vorblómstrandi gróðurinn. Við strákarnir fórum úr að ofan og stelpurnar líka, nema héldu brjóstarhöldum sínum. Von bráðar birtist vopnaður vörður og skipaði stúlkunum í yfirhafnir sínar aftur. Þær þorðu að sjálfsögðu ekki öðru, en við fengum að vera í friði, næpuhvítir á brjóstkössunum Happy


mbl.is Íslenskar konur mega bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband