Þegar Bubbi var rísandi stjarna í byrjun níunda áratugarins, þá gagnrýndi hann hinn ríkjandi kóng háðuglega, þ.e. Björgvin Halldórsson og hans menn í HLH flokknum. Talaði hann m.a. um "löggilta hálfvita, sem hlusta á HLH og Brimkló" o.fl. í þeim dúr. Halli og Laddi, hinir meðlimirnir í flokknum og eru ekki þekktir fyrir að sjá ekki spaugilegu hliðar málanna, svöruðu Bubba með lagi og texta um "ferska" goðið, Subba Skorsteins. Bo þykir hafa kjaftinn fyrir neðan nefið líka svo þetta varð hressileg ádrepa sem var of gróf til þess að fara í útgáfu. En er ekki til "Bootleg" af þessu?
Háðið sem Bubbi fékk á sig frá þeim HLH bræðrum var mikið um líferni hans á þessum árum, svo sá texti á auðvitað ekkert við í dag en húmorinn hjá grínurunum var óborganlegur.
Annars finnst mér alltaf svolítið spaugilegt að sjá Bubba, gamla verbúðaslagarakónginn, róttæka verkalýðs-sósíal sinnann, eitilharða og afsláttarfría baráttujaxlinn, breytast í miðaldra karlkynsútgáfu af Britney Spears. Drepfindið raunar.
Leitar að hvítum smóking handa Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945776
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frjálslynd Viðreisn?
- Rannsóknarbl... nei niðurrifsblaðamaðurinn er þá svona innrættur !
- Vilhjálmur Birgisson hristir upp í liðinu.
- Hérna er okkur sögð ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AF HVERJU MENNSKIR GESTIR Í ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM ERU ALMENNT EKKI AÐ HEMSÆKJA jarðarbúana á sínum UFO-diskum:
- Spursmál og Kristrún...og meiri skattar!
- Nýtt landshitamet fyrir nóvember
- Kanntu annan Ruv
- Áður en haninn galar tvisvar.....
- Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf þessa hugmynd nánar
- Hversvegna yfirburðasigur Donald Trump og Repúblíkanaflokksins ?
Athugasemdir
BRITNEY SPEARS!?
NEI, hættu nú alveg, hann er ekki svo slæmur
Hann semur fallega og góða tónlist og það er það eina sem skiptir máli
Anna Lilja, 14.12.2007 kl. 15:13
Ef að það er tónlistin sem að skiptir máli gefið mér þá Britney Spears hvaða dag vikunnar sem er, frekar en Bubba.
Stefán Smári, 14.12.2007 kl. 20:25
Jæja þá, einhvert Hollywood frík sem nærist og hrærist í glamúrlífinu.
Einu sinni var Bubbi of stór fyrir Júróvision.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2007 kl. 02:09
He he he. Mikið til í þessu, alla vega er hann mikið á móti Spears. Hann sér trúlega líkindin sjálfur og þolir ekki að horfast í augu við þau.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.12.2007 kl. 12:37
Manni verður nú eiginlega hálf illt af þessari lesningu, þetta er svipað og segja dirty hluti um Elvis einfaldlega guðlast:Maður verður að þekkja söguna til að skilja textana hjá honum þar gengur ekki að vera með heimdraganum sleppt svip og alhæfa vart endursegjandi hluti uppfullum af fordómum komandi frá fordómalausum manninum að eigin sögn, þvílík firra, þú virðist hafa étið óðs manns skít eða boginn nagla og ekki vill maður vera viðriðinn slikt svona samfara jólunum.
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.