Íbúalýðræði

Þeir sem fögnuðu sigri í kosningunni í Hafnarfirði um stækkun álvers Alcan, mærðu íbúalýðræðið og sögðu kosninguna vera sigur þess. Eitthvað er áhuginn fyrir íbúalýðræðinu minni þegar fyrirhugaðar eru framkvæmdir á landsbyggðinni. Þ.e.a.s. hjá þeim sem eru á móti framkvæmdunum. Fylgjendurnir eru frekar jákvæðir í garð íbúalýðræðisins í dreifbýlinu.

Ég vona að umræðan hjá Vestfirðingum verði málefnaleg. Það eru spennandi tímar framundan á áhrifasvæði fyrirhugaðrar olíuhreinsistöðvar. Ég hef fulla trú á því að þetta sé mjög gott atvinnutækifæri fyrir Vestfirði og renni styrkum stoðum undir blómlegt mannlíf. 

Þeir sem hafa verið duglegir að benda á "eitthvað annað", í stað stóriðju eða orkufreks iðnaðar...endilega haldið áfram að pæla í því. Ég er viss um að þið finnið eitthvað.


mbl.is Skýrslur um hugsanlega olíuhreinsistöð kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband