Örtröð myndaðist þegar opnað var fyrir vikulega úthlutun Fjölskylduhjálparinnar. mbl.is/Sverrir
Það er erfitt að átta sig á því hvað veldur þessari aukningu, þrátt fyrir að Ísland hækki stöðugt á lífskjaralista þjóðanna. Fátækt mun vera næst minnst hér á norðurlöndum, við erum efst á lista í heiminum yfir almenn lífskjör og svo mætti lengi telja. Kaupmáttaraukning ALLRA hefur batnað mikið sl. 10 ár, en samt er meiri ásókn í aðstoð nú en áður, við að framfleyta sér.
Vitnað er í fréttinni í einstæða móður með þrjú börn og hún er auk þess öryrki, og segir hún bæturnar engan veginn duga. Hún sé með um 120.000 krónur í framfærslu á mánuði.
Ég leyfi mér reyndar að draga það stórlega í efa að þessi framfærsluupphæð sé sannleikanum samkvæm og furða ég mig á því að blaðamaðurinn skuli kokgleypa það sem konan segir honum án þess að kanna hvort þetta geti staðist. Þegar reiknaðar eru þær tekjur sem konan hefur af örorkubótum, barnabótum, meðlagi og vaxtabótum, þá er framfærslueyrir hennar sennilega um og yfir 200.000 á mánuði. Ekki það að nokkur manneskja sé sæl af slíkri upphæð, en rétt á að vera rétt.
Pétur Blöndal Alþingismaður benti á það fyrir nokkrum misserum síðan að höfuðvandi fólks sem á í fjárhagserfiðleikum sé ekki tekjutengdur, heldur skuldatengdur. Hann skoraði á hvern þann sem ekki gæti framfleytt sér, að koma til sín og hann skyldi leiðneina viðkomandi til þess. Eftir því sem ég best veit, lét enginn sjá sig hjá Pétri. Fólk lifir einfaldlega um efni fram og lendir svo í vandræðum. Ég er ekki að alhæfa með því að benda á þetta, einungis að segja að stór hluti fólks á við skuldavandamál að etja. Auk þess eru auðvitað töluverður hluti þess fólks sem leitar sé fjárhagsaðstoðar, í áfengis og fíkniefnavanda.
Örbirgð vex með aukinni velmegun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946116
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tími Woke þvælunnar á enda
- Rant!!
- Trump og ESB-aðildarbröltið
- Húsið brennur
- Selenskí biður um Nató-hermenn
- Höfði kemur ekki til greina í fyrirhuguðum friðarviðræðum stórveldanna um Úkraínu
- Er þessi þvæla komin í skólana á Íslandi?
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
Athugasemdir
Ég er ekki alveg sammála, jú reyndar gætu þessir útreikningar þínir alveg stemmt, en ég skal mæta til Péturs, og sýna honum mitt og athuga hvað hann getur reiknað út úr því.
Málið er nefninlega að ég er ein, ekki með börn, og er á endurhæfingarlífeyri einmitt vegna þess að ég vil ekki alveg gefa vinnumarkaðinn upp á bátinn.
Endurhæfingarlífeyrir sem mér er úthluað er 113 þúsund krónur á mánuði.
Ég leigi með systkinum mínum og þarf að borga þar tæpar 40 þús kr í leigu á mánuði og telst frekar heppin
Ég er 23 ára gömul og búin að vera að berjast við veikindi frá fæðingu, en alltaf (aðalega til að fá ekki nennir ekki að vinna og er að blóðmjólka kerfið stimpilinn á mig held ég) að reyna að komast á vinnumarkaðinn og hefur ekki gengið vel hingað til, byrja að vinna.... þarf að hætta að vinna vegna veikinda, og ég fullvissa þig um að hver einasta króna sem ég skulda er vegna veikinda minna, því að þegar þú ert að komast af vinnumarkaði og inn á tryggingakerfið ertu kanski launalaus í marga mánuði, tala nú ekki um þegar læknirinn þinn gleymir að senda inn læknisvottorð fyrir þig, og þá þarftu að taka þér skyndilán á háum vöxtum, allt þetta fer til helvítis þegar þú getur ekki borgað þínar reglulegu greiðslur, svona vindur þetta upp á sig.
Og í dag þá er staðan þannig að ég er með 113 þrettán þús á mánuði, af því er tekinn skattur
Ég er með greiðslubyrði með húsaleigu upp á 120 þús á mánuði
Þú hlýtur að sjá að það gengur ekki upp, og svona gerast hlutirnir rosalega hratt þegar þú getur ekki borgað skuldirnar þínar af því að þú ert ekki þess verðugur að eiga líf skyldi þú vera svo heppinn að vera öryrki
Og ég seigi eina og ég hef alltaf sagt, ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem nenna að standa í því að mjólka kerfið af óþörfu fyrir það eitt að geta lifað af þessum aurum og nenna því að ná sér í háskólagráðuna sem þú þarft að verða þér út um til að komast í gegn hjá tryggingastofnun
Ylfa Lind Gylfadóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:02
Gunnar þú átt að skammast þín fyrir svona skrif og hreinsa þessa færslu hið snarasta út og biðjast afsökunar. Í hvaða veröld ert þú eiginlega staddur ???
Vaðall (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:59
Takk fyrir þína athugasemd Ylfa Lind.
Það er stundum þannig að einhleypingar virðast hafa það einna verst í bótakerfinu. Þú átt alls ekki að hugsa þannig að þú sért að fá einhvern stimpil á þig fyrir að þyggja þær bætur sem þú hefur fullan rétt á. Bótaþegar eiga ekki að líta á sig sem ölmusuþega þó einhver rotin epli finnist og fólk misnoti tryggingakerfið. Það munu alltaf finnast slíkir einstaklingar og hjá því verður ekki komist. Einnig myndi ég athuga hvort þú eigir ekki rétt á skaðabótum vegna klúðurs læknis þíns.
Hafðu samband við þau félagsmálayfirvöld sem eru í þínu bæjarfélagi og segðu sögu þína. Það er alveg ljóst að bótaþegum er ómögulegt að lifa af bótum sínum ef þeir þurfa að borga af skuldum, jafnvel þó þeir hafi hærri bætur en þú hefur. Ég trúi því að það sé einhver möguleiki í kerfinu að þú fáir einhverja sérstaka aðstoð miðað við aðstæður þínar. Vertu bara grimm að sækja þinn rétt kinnroðalaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 23:42
Og Arnar "Vaðall" Ævarsson. Reyndu nú að vaxa uppúr þessu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.