Sóley lokar fyrir skoðanaskipti

Sóley Tómasdóttir 

Ég hef haft gaman að því að kíkja á bloggið hjá Sóley Tómasdóttur, ekki síst á athugasemdirnar sem gerðar eru við færslur hennar og jafnvel lauma einni og einni að. Nú hefur hún lokað fyrir athugasemdamöguleikann og þá er nú allt púður farið úr bloggsíðu hennar.

Það er eiginlega makalaust að hún skuli hafa tekið upp á þessu. Ég hef nú alltaf litið svo á, að ef einhver er mér ekki sammála og er ómálefnalegur og jafnvel með skítkast í athugasemdunum, þá sé staðan 1-0 fyrir mér. Að sjálfsögðu á ekki að líða persónulegar ærumeiðingar og auðvelt er að loka á slíkt. En hún og skoðanasystur hennar og bræður hafa oft á tíðum stungið sér á kaf í að svara ómálefnalegum athugasemdum, þegar vísara væri að hunsa þær.

Í höfundarupplýsingum á bloggi hennar má lesa eftirfarandi:

"Sóley er róttækur femínisti með ríka réttlætiskennd og sterkar skoðanir á hlutunum. Hér birtast hugleiðingar hennar um hvernig bjarga megi heiminum".

Þeir sem hafa ætlað sér að bjarga  heiminum, einungis umkringdir jábræðrum, hefur öllum mistekist hrapalega til þessa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er nú verulega ómaklegt Gunnar.  Ef þú hefur lesið athugasemdirnar inni hjá Sóleyju undanfarið þá ætti engan að undra.  Ég er hissa á að hún hafi haldið út svona lengi.  Stundum er einfaldlega komið nóg. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómaklegt? Nánast það eina sem hún skrifar á bloggsíðu sína er mærðarlegt lof um feminisma og V-græna og það er harla lítið gaman að lesa það nema fólk fái að andæfa því aðeins. En hún virðist ekki höndla það, því miður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 00:20

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get svo sem alveg verið sammála því Bjarki að það er óskemmtilegt að þurfa að þola ómálefnalegar athugasemdir, en vanalega dæma þær sig sjálfar. En bloggfærslan hennar á að standa fyrir sínu og athugasemdir skemmir hana ekkert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband