Sálmur 129

Prestur nokkur bauðst til að skutla nunnu bæjarleið í bílnum sínum. Þegar nunnan hafði sest í bílinn og presturinn var lagður af stað, þá krosslagði hún fæturnar þannig að kufl hennar liftist og það sást í beran fótlegg hennar. Prestinum varð svo um að hann keyrði næstum útaf.

 Þegar hann hafði náð stjórn á bílnum og jafnað sig aðeins, ákvað hann að leggja hönd sína á læri nunnunnar. Nunnan sagði þá: "Faðir, mundu Sálm 129!" Presturinn kippti þá hendinni að sér en þegar hann skipti næst um gír, þá setti hann höndina aftur á læri nunnunnar. Nunnan sagði aftur: "Faðir, mundu Sálm 129!".

Presturinn baðst afsökunar og sagði: "Fyrirgefðu mér systir, en holdið er veikt".

Þegar nunnan var komin á áfangastað, andvarpaði hún þunglega og hélt sína leið. Þegar presturinn kom heim til sín, rauk hann beint að náttborðinu sínu og fletti upp Sálmi 129 því hann mundi ekki hvað í honum stóð.

Hann las: "Gakk fram og leitið, leitið hærra. Þar munið þér dýrðina finna".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Góóóður.

Anna Einarsdóttir, 7.12.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Sigurjón

Hoho!

Sigurjón, 8.12.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband