Bera foreldrar enga ábyrgð?

  Samfélagsbreytingum er um að kenna. Tími barna til heimanáms hefur greinilega minnkað vegna tölvu og netnotkunar barna, og sjónvarpsgláps. Námsmat er gert reglulega í skólum og það er á ábyrgð foreldranna að fylgja eftir úrbótum ef börn þeirra koma illa út úr matinu. Foreldrar og uppalendur eru ábyrgir og hugsanlega mætti hið opinbera standa sig betur í því, að reka einmitt áróður fyrir ábyrgð foreldra. Lífsgæðakapphlaupið er e.t.v. að fara ver með Íslendinga en aðrar þjóðir. 


mbl.is PISA-könnun vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Foreldrar og uppalendur eru ábyrgir og hugsanlega mætti hið opinbera standa sig betur í því, að reka einmitt áróður fyrir ábyrgð foreldra" 

Hvaða endaleysa er þetta Gunnar. Þegar það liggur fyrir að ár eftir ár þá hrapar Ísland niður m.v. árangur á alþjóðavísu þá er ekki annað hægt en að benda á skólakerfið. Vissulega er ábyrgð foreldra mikil en hún nær ekki inn fyrir veggi skólans, þar eiga skólarnir að skila sínu og þessar niðurstöður sýna að það er hann ekki að gera. Þrátt fyrir að dælt sé í hann fjármagni til alls nema launa. Framfarir afskaplega hægar, skólastjórnendur algjörlega lausir við allt eftirlit nema svona rannsókn á alþjóðavísu, kennarar gjörsamlega vindlausir og áhugalausir upp til hópa en komast upp með það ár eftir ár. Við vitum um nokkrar ástæður og er það umhverfi og laun sem eru döpur. Það leiðir af sér að hæfir og kraftmikilir kennarar fara ekki að kenna og skólinn geldur fyrir það.

Þú ferð varla að vinna í bakarí sem bakar alltaf skemmt brauð, nema þér sé nokk sama bara ef þú hefur vinnu.

Vaðall (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það vantar ekki vaðalinn í þig frekar en fyrri daginn.

"Hvaða endaleysa er þetta Gunnar."

Er þér lífsins ómögulegt að temja þér hófstilltara orðalag? En svo segirðu sjálfur: "Vissulega er ábyrgð foreldra mikil"

Það væri áhugaverðara ef þú kennaramenntaður maðurinn hefðir manndóm til þess að skrifa undir nafni en ekki vega stöðugt úr launsátri eins og hugleysingi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og hvað áttu við með: "Þrátt fyrir að dælt sé í hann fjármagni "

Og síðar: "kennarar gjörsamlega vindlausir og áhugalausir upp til hópa"

Og einnig: "umhverfi og laun sem eru döpur"

Væri skemmtilegra að fá faglegt álit í stað upphrópana og vaðals

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband