Manualinn fylgir

„Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo litlan heila - og karlar rosa pirrandi".

Grínbók um ástir samlyndra hjóna kemur út síðdegis í dag. Örugglega hressandi viðbót við hinar bækurnar um hvernig maður á að gera þetta og hvernig maður á að gera hitt.

Þegar maður kaupir nýjar græjur af hvaða tegund sem það nú er, þá fær maður "Owners manual", til þess að geta nýtt sér alla möguleikana um notkunn hlutarins, ýmis öryggisatriði um vandaða meðferð og jafnvel viðhald.

Þeir sem eru að sverma fyrir konuefni ættu kannski að byrja á að spyrja um manualinn? Konurnar þurfa ekkert að spá í þetta því með karlana er þetta svo einfalt. Bara on og off.

 

 

Smá fræðsla um uppruna orðanna "male" og "female".


mbl.is Í samkeppni við Þorgrím Þráinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jamm....... það er þjóðráð að semja leiðbeiningabækling um sjálfan sig.

Dæmi:  "Ekki smella saman nöglum í návist Önnu.... það fer hroðalega í urginn á henni"  eða "Gjarnan má segja henni gamansögu tvisvar á dag"  eða "Alls ekki snúa klósettpappírsrúllunni öfugt, þannig að blaðið snúi að veggnum.... það finnst henni rangt". 

Anna Einarsdóttir, 1.12.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband