Grjóthleðslur

018

020

Þessa grjóthleðslu sá ég í Kópavogi um daginn. Snyrtileg og falleg lausn, viðhaldsfrí og umhirða s.s. sláttur í erfiðri brekku er úr sögunni. Góð fjárfesting.

001

Svipuð brekka við eystri enda Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði. Kjörið að leysa vandamálið með sama hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hann er skemmtilegur frágangurinn eins og sést á myndinni. En fyrir nokkrum árum voru menn miklu ferkantaðri í öllum frágangi, það vantaði hugmyndaflug. Allt þurfti að vera lárétt eða lóðrétt úr steinsteypu.

Benedikt Halldórsson, 25.9.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir innlitið og kveðjuna Gunnar minn, mér þótti vænt um hana. x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2007 kl. 01:42

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er til fyrirmyndar. Þarna er búið að koma fyrir landslagi sem lífgar upp flatneskjuna sem allsstaðar blasir við okkur.

Árni Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 13:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar tjáði mér rétt í þessu að umrædd lausn væri alltof dýr og ákveðið hefði verið að tyrfa brekkuna. Auk þess sagði hann að svona veggur væri ekki viðhaldsfrír vegna illgressis sem kæmi í vegginn. Þar er ég reyndar ósammála honum því það litla sem kæmi af illgresi er bæði auðvelt og ódýrt að losna við með Casaron illgresiseyði. En otkunn slíkra efna er reyndar illa séð af mörgum "umhverfisvinum" og skiptir þá engu máli þó viðkomandi efni séu umhverfisvæn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sárnauðugur verð ég að efast um þessa ályktun Árna Steinars, en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Í fyrsta lagi er vandséð hvort skilgreining á illgresi eigi að hafa einhverja endanlega merkingu. Því er ég ósammála.

"Illgresið er oft og tíðum-yndislegast sýnist mér" stendur í fallegu ljóði. Og ekki er sjálfgefið að gróðurfylling milli þessara steina yrði óprýði.

Ekki er ég heldur tilbúinn að samþykkja horfur á óheyrilegum kostnaði við að plokka einhver strá sem líkleg væru til að misbjóða fegurðarskyni fólks.

Ég vona að nafni minn sitji ekki fastur í einhverjum hefðbundnum ályktunum því óprýði er afstætt hugtak,- sem betur fer.

Casaron þekki ég ekki. Leyfi mér að efast um að nokkur illgresiseyðir sé beinlínis umhverfisvænn. Gott ef svo væri. 

Niðurstaða: Hvet þig til að brúka kjaft við alla sem andmæla.

Árni Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 16:21

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er reyndar alveg sammála þér Árni að "illgresi" inn á milli þarf als ekki að vera óprýði. Casaron brotnar á eðlilegan hátt niður í náttúrunni og safnast ekki upp. Það er í kyrnis-formi og 1 kg dugar á hverja 100 fm. og dugar í 2 ár. Ódýr og þægileg lausn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband