Dýrategundin ísbjörn hefur væntanlega verið til í miljónir ára. Loftslagsbreytingar hafa verið tíðar, ísaldir og hlýviðraskeið á víxl. Núverandi hlýskeið er tiltölulega nýbyrjað, 10-11 þúsund ára og á þeim stutta tíma hafa orðið dramatískar veðurfarsbreytingar nokkrum sinnum. T.d. var mun hlýrra á norðurslóðum fyrir um 1000 árum síðan.
Fyrir 10-15 árum síðan sá ég fræðslumynd í sjónvarpinu um ísbirni í Alaska. Þeim hafði fjölgað mikið á einhverju tilteknu svæði og voru orðnir til vandræða í mannabygð. Vísindamenn eru duglegir við að setja ýmis dýr á válista því það skapar þeim atvinnu að fylgjast með þeim. Það kom mér spánskt fyrir sjónir þegar íslenski hrafnastofninn var sagður í hættu fyrir 3-4 árum síðan. Einhverjir spekingar höfðu komist að því að fækkað hafði í stofninum og það varð að fréttaefni. Síðan hef ég hvergi séð á þetta minnst.
Mér er farið að leiðast þessar dramatiseringar á náttúrunni og lífríkinu.
Þegar olíuslysið stóra varð í Alaska 1989, (Exxon Valdez) þá var sagt að tjónið hefði verið ómetanlegt. Fugla og dýralíf yrði áratugi ef ekki árhundruðir að jafna sig. Nýlega sá ég grein um að allt væri löngu búið að jafna sig þar. Fólk rýkur upp til handa og fóta til að bjarga nokkrum tugum eða hundruðum sjófugla við strendur Evrópu ef einhver olíusletta lendir í sjónum, með vísindamenn í broddi fylkingar. Í Danmörku er talið að yfir 1 miljón fugla af ýmsum tegundum láti lífið í umferðarslysum, bara yfir sumarmánuðina og ekki sér högg á vatni.
Spá fækkun ísbjarna um 2/3 fyrir miðja öldina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 946115
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Húsið brennur
- Selenskí biður um Nató-hermenn
- Höfði kemur ekki til greina í fyrirhuguðum friðarviðræðum stórveldanna um Úkraínu
- Er þessi þvæla komin í skólana á Íslandi?
- Bæn dagsins...
- Vonarpeningurinn.
- Einfalt val fella 1400 tré fyrir flugöryggi
- Trump tryllir kellingarnar
- Að taka pokann sinn
- Forsetarnir fylgdu þeim elsta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.