Stakk af en fannst

Ég bloggaði um það um daginn  HÉR að ég hefði komið að því í Egilsstaðaskógi að keyrt hefði verið á tvö lömb, annað drepist en hitt verið lifandi fyrir neðan veg stórslasað og ökumaðurinn stungið af.

Jæja... ökuníðingurinn fannst skömmu síðar á Neskaupsstað, ölvaður. Ástæðan var sú að við áreksturinn losnaði númeraplatan af bílnum hans, svo það voru hæg heimatökin að hafa upp á kauða. Þó ég telji mig ekki refsiglaðan mann þá vona ég að hann fái makleg málagjöld fyrir þetta níðingsverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar minn ! Þótt skoðanir okkar fari ekki alltaf saman, enda engin minnkun að því; að þá sé ég samt, að þú ert dýravinur mikill, og átt heiður mikinn skilinn, fyrir þá eiginleika. Betur, ef það væri öllum gefið.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gott að þeir náðu þrjótnum. Annars minnir þetta með númeraplötuna mann á sketsu úr Americas Dumpest Criminals.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.8.2007 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband