Brengluð réttlætisvitund

Það vantar ekki dómhörkuna hjá þeim sem vilja gagnrýna lögregluna í þessu máli. Ég hef aðeins verið að tjá mig á bloggi Ólínu Þorvarðardóttur HÉR .

Svanur Sigurbjörnsson læknir skrifar ágætt blogg HÉR . Einnig Dögg Pálsdóttir lögmaður HÉR

 


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Var að lesa síðuna hennar Ólínu. Þetta mál er allt hið klaufalegasta og viðbrögð fólks bera vott um sterkar skoðanir eins og við mátti búast.

Mér finnst nú heldur líklegt að lögreglan hafi verið undir adrenalínáhrifum og dómgreindin á gráu svæði.

Þessu máli verður að ljúka með afdráttarlausum dómsúrskurði svo bæði borgarar og löggæslumenn viti hvar þeir standa eftir þetta.

Árni Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sammála því að það þarf að fá allar hliðar upp og ég trúi því að það verði farið í saumana á málinu af til þess bærum aðilum. Það þurfa að vera skýrar verklagsreglur í svona málum. Ég stend með lögreglunni í þessu máli því ekkert hefur í raun komið fram sem réttlætir annað.

Allt sem máli skiptir kemur fram í pistli Svans læknis og það sem hann segir í athugasemdadálknum við færsluna. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 12:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta mál hefur raskað jafnaðargeði margra. Réttlætiskenndin er hættuleg þegar hún fer hamförum og öll þykjumst við stjórnast af henni.

Verst þegar mín réttlætiskennd býður mér að hella mér yfir þig sem hefur hellt úr skálum reiði þinnar, innblásinn af réttlætiskennd.

Réttlætiskenndin er nefnilega meinhrekkjótt óféti.

Það var víst eitthvað þessu líkt sem meistari Kjarval kallaði "ýmislegheitin í kringumstæðunum."

En eins og ég nefndi á síðunni hans Jens Guð. áðan, þá finnst mér- miðað við þennan úlfaþyt lítil umfjöllun um dóminn sem Atli Gíslason áfrýjaði til Mannréttindadómstólsins. Þar var um að ræða konu sem hugsanlega hefur haft blygðunarkennd.

Henni var nauðgað og misþyrmt svo hrottalega að líklega býður hún þess aldrei bætur.

Blásaklaus að öðru leyti en því að vera stödd á röngum stað á röngum tíma.

Raska svona atvik ekki ró og réttlætiskennd annara en okkar Atla Gíslasonar lögmanns?

Afsakið, mér finnst þetta mál í það minnsta þrjúhundruð sinnum stærra en þó flett hafi verið niður um lífshættulega kvenpersónu til að afla sönnunargagna. 

Árni Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alltaf skemmtilegur Árni. Ég var fyrst og fremst að benda á að Ólína segir í bloggi sínu að lögreglan hafi troðið þvaglegg í konuna, en ég var ekkert reiður. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Það hefur ekkert komið fram í fréttum af þessu máli sem segir mér að lögreglan hafi gert eitthvað rangt. Þar til annað kemur í ljós, stend ég við mitt.

Og Blesi, ég er að gagnrýna dómhörkuna. Er það dómharka?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband